Maskarinn með ofnæmisfríu vottunina!

Það er einflaldlega alltaf gott og gaman að prófa nýja maskara en vandamálið er að maskari eru sú snyrtivara sem þú getur oftast ekki prófað nema kaupa hann í fullri stærð. Eins litrík og lofandi lýsingin á honum getur verið, þá þarf maður einfaldlega bara að prófa hann sjálfur til þess að sjá hvort hann henti manni. Sumir vilja að maskarinn þétti augnhárinn, aðrir vilja að hann lengi, sumir vilja þykka bursta, aðrir þunna, sumir gúmmí og aðrir með hárum. Því finnst okkur alltaf jafn gaman að hafa maskara í Beautyboxunum svo þú getir einfaldlega prófað maskarann sjálf og séð hvort að hann henti þér og uppfylli allt sem að þú vilt að maskarinn geri fyrir þig.

Í Leyniperlu Beautyboxinu okkar var vinsælasti maskari Gosh Copenhagen sem heitir Catchy Eyes Mascara. Maskarinn lengir og þéttir augnhárin með sveigðum gúmmíbursta sem grípur öll augnhárin í einu. Formúlan er táraheld og maskarin hvorki flagnar né klessist. En það sem okkur þykir áhugaverðast við maskarann er að hann (ásamt mörgum öðrum vörum frá Gosh Copenhagen) er með Allergy Certify viðurkenningu.

@louiboo Dramatisk mørkt øjenskyggelook til en aften ude med pigerne #Reklame for @GOSH COPENHAGEN #goshgirls gosh2021 #makeup #eyes #eye @dreaminfluencers ♬ come into my arms cover – kaylagc._

Allergy Certified

Allergy Certify eru dönsk samtök sem starfa á alþjóðlegri grundu og vinna það verk að grandskoða vörur, förðunarvörur, húðvörur, hárvörur, tíðarvörur, leikföng og fleiri vörur fyrir ofnæmisvaldandi innihaldsefnum. Ólíkt öðrum samtökum þá skrifa Allergy Certify undir þagnarsamning við fyrirtækin og fá því nákvæmar uppskriftir af vörunum sem gefur þeim kleift að fara algjörlega í saumana á því hvort þær séu líklegar til að valda ofnæmi. Hvert og eitt einasta innihaldsefni í vörunni þarf að vera rannsakað og sannað að vera ekki ofnæmisvaldandi í því magni sem það er í vörunum. Ef það eru einhver vafamál þá eru vörurnar prófaðar af samtökunum líka.

Allergy Certify gefur því ekki vörumerkjum stimpilinn sinn heldur þarf hver og ein vara að fara í gegnum ferlið til þess að mega nota viðurkenninguna. Hjá Gosh Copenhagen getur þú séð hvaða vörur eru með stimpilinn með því að skoða umbúðirnar og athuga hvort þær séu merktar samtökunum.

Lúxusprufan

af Catcy Eyes sem var í Beautyboxinu. Fullkomin stærð til að prófa.

Allergy Certified

Svona lítur Allergy Certified vottunin út 🙂 hringur með haki og textanum Allergy Certefied í kring. Nú þegar þú þekkir hana getur þú leitað eftir merkingunni á umbúðum.

Catchy Eyes maskarinn gefur því ekki bara svört og flott og fullkomlega brett augnhár sem haldast allan daginn, heldur er hann líka mildur og ætti að henta þeim allra viðkvæmustu.

Afsláttarkóðinn PERLA gefur 20% afslátt af vörunum í Leyniperlu Beautyboxinu út júní 2024

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *