Klínísk rannsókn á ávaxtasýruskífunum sem seljast á 2 sekúndna fresti

Við höfum ekki farið leynt með ást okkar á vísindalega rannsökuðum húðvörum – sem er einmitt það sem gerir Dr Dennis Gross vörurnar eins áhrifaríkar og þær eru. Við Beautybox-teymið fórum til Osló á námskeið í maí og lærðum enn meira um þessar frábæru vörur og vísindin á bak við þær.

Dr Dennis Gross er starfandi húðsjúkdómalæknir frá New York sem byrjaði ferilinn sinn í húðkrabbameinsrannsóknum. Eftir nokkur ár með sína eigin stofu fann Dr. Dennis Gross fyrir aukinni eftirspurn frá sjúklingum sínum eftir vörum sem þeir gætu notað heima. Hann byrjaði á því að þróa og setja á markað ávaxtasýrumeðferðir sem eru enn þann dag í dag mest selda varan hans – en skífurnar hans seljast á 2 sekúndna fresti.

Í kjölfarið bætti hann svo hægt og rólega við fleiri vörum, og núna – 22 árum seinna, er vörulínan orðin ansi stór og öflug.

Michele Snyder, yfirmarkaðsstjóri DG á heimsvísu og Ben Gentzler, yfirmaður kennslu og fræðslu, komu frá New York og leiddu okkur gegnum nýjungar í vörum og fræðum. Við drukkum í okkur alla þeirra sérfræðiþekkingu með stjörnur í augunum, því það er vissulega heiður að fá að læra af svona flottu fólki í bransanum.

Dr Dennis og hans teymi eru sífellt að láta gera nýjar rannsóknir til að tryggja að vörurnar þeirra gefi sem bestan árangur fyrir kúnnann – og við fengum að sjá niðurstöður úr nýjustu rannsóknum, sem voru vægast sagt peppandi fyrir alla þá sem hafa metnað fyrir húðumhirðu.

Rannsóknin var gerð á óháðri og ótengdri rannsóknarstofu og framkvæmd með Alpha Beta Extra Strenght Daily Peel og „lyfleysu“ í formi blautra klúta. Rannsóknin var framkvæmd á konum og körlum á aldrinum 18-65 og á öllum sex skölum Fitzpatcik húðlitaskalans, allt frá mjög ljósri húð upp í mjög dökka húð. Helmingur þátttakanda var 18-40 ára með stíflaða húð sem er gjörn að fá bólur og hinn helmingurinn 41-65 ára með mildar til miðlungs hrukkur og önnur einkenni öldrunar í húð.

Niðurstöðurnar eru klínískar en þær voru fengnar með því að framkvæma ómskoðun á húðinni og taka vefjasýni – en ekki bara í spurningaformi eða með myndum.

Niðurstöðurnar eftir 12 vikur sýndu:

  • 21% aukningu í þéttingu húðarinnar.
  • 250% aukningu í GAGs.
  • 62,5% aukningu í prókollagen myndun.
  • 42,9% aukningu á flaggrin.
  • (allt útskýrt betur hér fyrir neðan)

Þar að auki var:

  • 200% klínísk bæting á fínum línum frá viku 1 og viku 12.
  • 190% bæting frá viku 2 til viku 12 í þéttleika og teygjanleika húðarinnar.
  • 20,22% bæting frá viku 4 og 12 á hrukkum á enni.

Það sem ávaxtasýruskífurnar frá Dr. Dennis Gross eru þekktastar fyrir er að gefa húðinni strax ljóma með því að skrúbba húðina mjúklega. En það sem er að koma hér í ljós er öll vinnan sem að varan gerir undir yfirborði húðarinnar og til lengri tíma.

Til að útskýra niðurstöðurnar betur:

Prókollagen eru undanfari kollagens. Þær myndast úr vefjafrumum og öðrum frumum á meðan kollagenmyndun stendur. Ef það er aukning í prókollageni húðarinnar þýðir það aukin kollagenmyndun, en kollagen er byggingarefni húðarinnar.

GAGs (stytting fyrir glycosaminoglycans) eru sykursameindir sem hafa mörg störf í líkamanum. Ein þekktasta GAG sykursameindin er hin þekkta hýalúronsýra sem margir kannast við. GAG‘s halda raka í húðinni, en með aldrinum býr líkaminn okkar til færri sykursameindir. 250% aukning á rakabúskap húðarinnar eru því frábær og óvænt niðurstaða.

Filaggrin er byggingarprótein sem er nauðsynlegt til þess að mynda og viðhalda verndarvegg húðarinnar. Ef þig skortir filaggrin er líklegra að húðin missi fljótar raka en einnig er húðin viðkvæmari þar sem sýklar og ertandi efni komast greiðar inn í húðina.

Til að draga saman:

2 vikna dagleg notkun: 92% sýndu bætingu á áferð
4 vikna dagleg notkun: 92% sýndu bætingu á fínum línum og hrukkum
12 vikna dagleg notkun: 100% sýndu árangur á áferð og 92% sýndu árangur á húðþéttleika

96% þáttakenda tóku eftir heilbrigðara útliti á húðinni eftir aðeins eina viku.

Það er mjög skýrt að vörnurnar virka – en það er svo fróðlegt að sjá hvernig og af hverju. Að skilja fræðin á bakvið vörurnar sem við setjum á húðina okkar breytir algjörlega leiknum og gefur okkur aukið öryggi um að við séum ekki bara að falla fyrir sölubrellum, heldur erum að sjá raunverulegar rannsóknir og vísindalega sannaðan árangur á alvöru fólki.

En hvernig virka ávaxtasýruskífurnar?

Þegar við eldumst hægist á endurnýjun húðafruma – sem veldur því að við förum að sjá einkenni öldrunar í húðinni. Hér fyrir ofan er góð skýringarmynd, sem sýnir hversu mikið húðin hægir á endurnýjun húðarinnar með hækkandi aldri.

Húðin á ungabörnum endurnýjast á 14 daga fresti – enda er líkingin við „barnsrass“ oftast talin hið mesta hrós þegar kemur að húðáferð og viðkomu.

Eftir þrítugt lengist allverulega á endurnýjunarferlinu – og því er mjög gagnlegt að nota vörur sem ýta undir og hraða á endurnýjuarferli húðarinnar. Þar koma Alpha Beta peels frá Dr Gross sterkar inn því þær gera allt sem við viljum og meira til. Með daglegri notkun er hægt að hægja á öldrunarferlinu, og viðhalda unglegu og hraustlegu útliti sem lengst.

Það sem er svo skemmtilegt við svona námskeið er að fá að gera tiltraunir á vörunum sjálfur – og sjá með berum augum hvernig þær virka. Ein tilraun sem stóð upp úr var tilraun sem sýndi svart á hvítu hvernig ávaxtasýruskífurnar hafa áhrif á PH-gildi húðarinnar.

Tilraunin var framkvæmd með Alpha Beta Daily Peels Universal

Við byrjuðu á að bera SKREF 1 á handabakið á okkur – og tússa svo yfir með PH mælipenna. Liturinn sem kom var appelsínugulur – sem segir okkur (sjá mynd) að húðin var komin niður fyrir eðlilegt PH gildi, sem er ca 5.5.

Við bárum svo SKREF 2 yfir helminginn af handabakinu, og tússuðum yfir á þeim stað – og liturinn sem þá kom var grænn. Það segir okkur að PH gildið var komið miklu hærra – eða í kringum PH 7-8.

PH gildið nær sér svo niður í eðlilegt stig nokkrum mínútum síðar.

Það kannast margir við örnálameðferðir þar sem rúllu með litlum nálum er rúllað yfir húðina. Þessi aðferð er gerð til þess að „skaða húðina“ léttilega svo húðin bregðist við og lagi sig. Þessi skyndilega breyting á sýrustigi húðarinnar gerir það sama og örnálarnar, eða sjokkera húðina þó án þess að valda henni skaða, til þess að kveikja í endurnýjunarferli hennar og auka kollagenmyndun.

Þarna hefur Dr Gross náð að finna leið til að komast hjá því að skaða húðina, en ná sömu viðbrögðum í húðinni og þar með sama árangri. Dr Gross leggur eimitt mikið upp úr því að skaða húðina ekki og er slagorðið hans „Never throw the skin off balance.“

Alpha Beta peels eru því eins og sjá má gífurlega árangursrík meðferð til að sporna gegn ótímabærri öldrun húðarinnar með því að hraða frumuendurnýjun – og byggja húðina, auka rakadrægni hennar og bæta ásýnd.

Þetta námskeið var svo fræðandi og gagnlegt á svo marga vegu – og við hlökkum til að halda áfram að deila fróðleik með ykkur.

Þeir sem vilja lesa meira um rannsóknina geta smellt HÉR

Til þess að skoða allt frá Dr. Dennis Gross er hægt að smella HÉR.

Texti: Manúela Ósk Harðardóttir og Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *