**ATH boxið er uppselt !**
Mars Beautyboxið kom út fyrir þremur dögum og ég ætla að segja ykkur aðeins betur frá hvað var í því og nánar um vörurnar. Einnig var ég á Beautybox.is Snapchattinu í dag að tala um allar vörunar og sýna þær.
Boxið kostaði 3.990 krónur en andvirði boxins er um 9.200 krónur og var því mjög veglegt með fjórum vörum í fullri stærð og tveimur snyrtivöruprufum.
Í boxinu var í fyrsta lagi Baby Foot, en þessi umtalaða vara hefur verið ótrúlega vinsæl undafarið – þá sérstaklega því hún virkar svo vel. Þessi vara er algjört möst nú þegar líður að vori og sumri, og tala nú ekki um ef maður er að skreppa erlendis og fara að vera í opnum skóm. En Baby Foot eru í raun sokkar sem þú ferð í eftir sturtu (eða hafa þvegið fæturna) og ert í þeim í klukkustund. Síðan ferðu úr sokkunum og þværð þér aftur með sápu og vatni. Eftir 2-7 daga byrja dauðar húðfrumur að flagna af á náttúrulegan hátt og fæturnir verða silkimjúkir líkt og nafnið gefur til kynna! En ég ætla að setja þetta í ferli í gang fyrir sjálfan mig og sýna ykkur það og niðurstöðuna í bloggi hér mjög fljótlega.
Hér eru 2 myndir sem að sýna fyrir, flögnun og eftir Baby Foot. Svakalegt !
Hægt er að skoða vörurnar frá Baby Foot HÉR
Glæný vara leyndist í mars Beautyboxinu en það var Sugar Scrub Glow frá L‘Oréal. Skrúbburinn er algjört æði og kemur í 50 ml stærð og dugir manni því lengi. En þetta er sykurskrúbbur sem inniheldur þrjár ólíkar gerðir af náttúrulegum sykri ásamt fræjum greipávaxtar sem hreinsar húðina og gefur aukinn ljóma með því að leysa upp sindurefni í húðinni. En skrúbbarnir eru 100% náttúrulegir. Þetta er húðvara sem hreinsar og jafnar áferð húðarinnar og Glow skrúbburinn gefur húðinni þennan ljóma sem allir sækjast eftir.
Það má einnig nota skrúbbinn á varirnar og mæli ég hiklaust með að gera það reglulega til að viðhalda mjúkum vörum og draga úr varaþurrki.
Einnig er gott að nota svona sykurskrúbb á varnirnar áður en maður setur á sig litsterkan varalit til að taka allar dauðar húðfrumur í burtu.
Til eru tvær aðrar tegundir af skrúbbum frá L‘Oréal en það er Clearing skrúbbur sem hreinsar og vinnur gegn fílapenslum og Caring skrúbbur sem að mýkir og vinnur gegn þurrkublettum.
Hægt er að skoða nýju skrúbbana frá L’Oréal HÉR
Í boxinu var ótrúlega mjúkur Duo Fiber púður- og farðabursti frá Elite Model Accessories. En hann er í fullkominni stærð til þess að setja farða eða púður á andlitið. Burstinn er tvískiptur en hvítu hárin taka upp farðann og svörtu hárin gefa fallega áferð. Fyrir farða gefur burstinn létta áferð og hentar því vel til þess að nota dagsdaglega. Einnig er hægt að nota burstann til þess að setja púður á með hringlaga hreyfingum og framkalla svokallaða mjúka fókus áferð (e.soft focus) á húðina líkt sem lætur hafa líta óaðfinnanlega út.
Hægt er að skoða vörurnar frá Elite HÉR – fleiri burstar frá Elite Model Accessories eru væntanlegir á næstu dögum!
Einnig var æðislegur varalitur frá Rimmel – Only 1. En varalitinn verður hægt að kaupa inn á beautybox.is á næstu vikum! Mismunandi litir eru í boxunum en ég fékk í litnum Naughty Nude (700) og þetta er ótrúlega fallegur varalitur með bleikum undirtón, en hann gefur raka og endist lengi. P.S. ég prófaði hann á Snapchattinu í dag ef þú vilt sjá hvernig hann kemur út!
Rimmel er væntanlegt inn á Beautybox.is á næstu vikum.
Í boxinu var síðan prufa af Nanogen Thickening Hair treatment sjampói og næringu. En þessi vörulína af hárvörum á að auka vöxt og þykkt hársins, þar sem hún inniheldur virka hárvaxtaþætti og gefur hárinu á sama tíma góða lyftingu. Ég hef heyrt góða hluti um þessar vörur og mæli hiklaust með að prófa þær fyrir þá sem vilja fá þykkara hár. En einnig eru fleiri vörur til frá Nanogen eins og t.d. sólarvörn í hárið en ég talaði um þær á Snapchattinu í dag.
Hægt er að skoða Nanogen hárþykkingarlínuna fyrir konur HÉR.
Lítið Rísegg frá Freyju leyndist svo í boxinu enda páskar á næsta leiti. En það var ótrúlega skemmtileg viðbót í boxið fannst mér – enda margir sem að elska páskaegg!
Boxið er uppselt en vörurnar í boxinu eru á 10% afslætti þar til að næsta box kemur í sölu með kóðanum BEAUTYBOX_MARS !! 🙂
Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, og er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.
Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:
Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus