Húðumhirðu ráð fyrir unglinga – eða þá sem eru að byrja :)

Við fengum fyrirspurn um að gera sýnikennslu þar sem við förum yfir húðumhirðu ráð fyrir unglinga en hver sem er sem er nýr í þessum efnum getur nýtt sér ráðin hér í blogginu:)

***

Það er svo mikilvægt að þrífa húðina, þrátt fyrir það að þú farðir þig ekki þá leynast óhreinindi í umhverfinu sem setjast á húðina okkar, því er mjög mikilvægt að hugsa vel um hana. Í sýnikennslu vikunnar förum við yfir létta húðrútínu fyrir þá sem eru að byrja að þrífa á sér húðina.  Ég notaði fáar, einfaldar og góðar vörur sem henta flestum bæði stelpum og strákum.

Til að byrja með notaði ég Face Halo, þú bleytir skífuna með vatni og strýkur svo yfir húðina. Ef þú notar farða þá sér Face Halo um að þrífa hann allan burt án þess að nota aðrar vörur. Því næst er mikilvægt að þrífa húðina. Hér erum við að tala um að tvíhreinsa húðina. Fyrst hreinsa farða af og svo þrífa óhreinindi húðina. Til þess notaði ég Skin Iceland Glacial Face Wash, freyðandi djúphreinsir sem rænir húðina ekki raka. Þessi hreinsir er mildur og hentar öllum húðgerðum, fullkominn fyrsti hreinsir. Einnig hentar hann strákum mjög vel og eru margir sem nota hann sem raksápu.

Eftir að hafa þrifið hreinsinn alveg af notaði ég My Clarins Clear Out Blemish Targeting krem. Þetta krem setur þú beint á bólur þegar þær byrja að myndast, kremið skal nota á hreina og þurra húð.  Bólukremið inniheldur Salicylic acid (ávaxtasýrur) sem að minnka bólgur og fleiri innihaldsefni sem að hjálpa við að losa óhreinindi úr húðinni. Að nota svona  bólukrem er fullkomið fyrir þá sem að fá ekki mikið af bólum heldur bara eina og eina. Þannig nær maður að meðhöndla bólurnar sér, og er ekki að nota of sterkar vörur á alla húðina sem koma henni í ójafnvægi. Einnig má nota kremið undir farða til að draga úr roða og bólgum.

Dagkremið sem ég notaði svo var Origins Ginzing Energy Boosting Gel, létt olíulaust rakakrem sem gefur húðinni frískleika og eykur ljóma. Þetta krem má nota bæði morgna og kvölds og hentar öllum húðtegundum en er sérstaklega gott á unglingahúð þar sem það inniheldur engar olíur.

Módel – Kolbrún Birna Burrell

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *