Við höfum áður skrifað um mikilvægi þess að verja hárið þegar það er mótað með hita og eins og við höfum áður sagt þá er sléttujárnið þitt nógu heitt til þess að elda mat! Svo það er eins gott að verja hárið gegn skaða.
Það sem getur gerst ef þú notar ekki hitavörn er:
- Hárliturinn þinn getur fölnað eða breyst. T.d. getur ljóst hár orðið fyrr gult eða líflaust.
- Keratínið sem er uppbyggingarprótein hársins getur brotnað niður.
- Verndarhjúpur hársins veikist svo það er líklegra til að brotna.
Með hita þá rýkur rakinn úr hárinu sem getur valdið því að endarnir splittast.
Nú þegar við ætlum öll að skemmta okkur vel yfir hátíðarnar þá er maður kannski líklegri til þess að grípa í sléttujárnið eða krullujárnið og þá má ekki gleyma hitavörninni. Lee Stafford Origina Heat Protection hitavörnin er ein mest selda varan frá Lee Stafford enda er hún á frábæru verði og virkilega góð. Hitavörnin myndar verndarfilmu yfir hárið þitt sem verndar það gegn hitanum á sama tíma og það heldur raka betur inn í hárinu svo hann gufi ekki upp í snertingu við hitann. Hitavörnin dreifir hitanum einnig jafnar yfir hárið sem þýðir að það hitnar hægar og fær ekki sjokk um leið og sléttujárnið rennir yfir það. Hitavörnin dregur einnig úr stöðurafmagni og svo er það stútfullt af andoxunarefnum sem að vernda hárið líka gegn mengun og UV geislum frá sólinni.
En það er líka önnur ástæða fyrir því að Lee Stafford leynist í Beautyboxinu okkar en hún er að nýlega breytti Lee Stafford um ilm, og er ilmurinn núna mun mildari heldur en hann var áður. Merkið er enn í umbreytingum en flestar vörurnar eru nú komnar með nýja milda ilminum og eru þær merktar með litlum bleikum límmiða sem stendur á „New Fragrance“.
Þegar hitavörn er notuð er mikilvægt að vera ekkert að spara hana. Það þýðir sem dæmi ekkert að spreyja 2 úðum yfir hárið og halda að það sé alveg varið. Ef við erum að nota sléttu eða krullujárn er best að skipta hárinu upp í hluta og spreyja hvern hluta vel til þess að vernda allt hárið en ekki bara efsta lagið.