Frá fegurðardís yfir í kvikmyndastjörnu – hvernig Ingunn Sig dregur enn betur fram fegurð Önnu Maríu – sýnikennsla.

Í nýjustu sýnikennslunni okkar sýnir Ingunn Sig hvernig hún dregur enn betur fram fegurð Önnu Maríu og sýnir okkur hvernig við getum tekið kvöldförðunina okkar á næsta level 🙂 Hér á eftir segir hún ykkur betur frá hvernig og af hverju og neðst eru svo vörurnar sem hún notaði.

****

Fyrir sýnikennslu vikunnar bað ég Önnu Maríu að koma málaða með kvöldförðun. Anna María málar sig yfirleitt ekki mikið og gerði mjög látlausa förðun. Mig langaði að sýna hvernig ég myndi taka þá förðun á næsta level, halda henni fallegri og látlausri en gera förðunina aðeins ýktari til að hún ýti enn betur undir fegurð hennar. Það er jú það sem við viljum að snyrtivörur geri, ýti undir náttúrulega fegurð okkar og láti okkur líða vel í eigin skinni.

Við þrifum förðunina hennar Önnu af með tveimur skrefum. Fyrsta skrefið var GlamGlow Galacticleanse hreinsirinn, þessi hreinsir bræðir förðunarvörurnar af húðinni, næst notuðum við GlamGlow Supercleanse Cream hreinsinn til þess að hreinsa húðina enn betur. Til þess að vera 100% viss um að við náðum öllu af strauk ég svo létt yfir með Skyn Iceland Michellar vatninu og þá hófst ferlið.

Ég byrjaði á því að nota Mádara Superseed Radiant Energy andlitsolíuna. Þetta er einstaklega góð þurrolía sem inniheldur andoxunarefni og er algjör vítamínbomba fyrir húðina. Veitir henni ljóma, raka og er fljót að fara inn í húðina. Bobbi Brown Hydrating augnkremið varð fyrir valinu þar sem það fer einnig hratt inn í húðina og gerir augnsvæðið mjúkt og slétt.

Farðagrunnurinn sem ég valdi var Becca First Light Priming Filter. Þessi grunnur er afskaplega léttur og hentar öllum húðtýpum. Hann jafnar misfellur í húðinni og vekur hana upp. Ég notaði þennan farðagrunn þar sem húðliturinn var örlítið ójafn á Önnu fyrir en þessi grunnur kippti því í lag. Fullkominn farði með þessum farðagrunn er Skin Love farðinn frá Becca, þessi farði er léttur og auðvelt að byggja upp. Hann inniheldur pigment sem fyllir upp í húðholur, gefur fallegan ljóma og gefur satin áferð. Mæli einstaklega mikið með þessum farða fyrir alla. Ég notaði litinn Vanilla, ljós litur sem hentaði fullkomlega fyrir Önnu og tónaði vel við bæði háls og bringu.

Til að móta andlitið notaði ég Bobbi Brown Stick Foundation í litnum Cool Honey, þetta stifti notaði ég til að lyfta kinnbeinunum, skyggja andlitið og dýpka globus línu á augunum.

Með því að nota ljósan hyljara undir augun drögum við fram augnsvæðið, varist þó að nota ekki of ljósan hyljara. Ég notaði Bobbi Brown Concealer Kit í litnum Warm Ivory, þessi litur er með neutral undirtón og svo setti ég hyljarann með Becca Under Eye Brightening Setting Powder til þess að birta enn frekar svæðið og passa að hyljarinn renni ekki til.

Ég vildi móta augun en halda augunförðuninni léttri og ákvað ég að nota Bobbi Brown Rose Nudes pallettuna. Ég blandaði saman litunum Chocolate Smoke og Dusk og notaði í globus línu og undir augun. Dusk inniheldur smá bleikan tón og þar sem bleikir litir draga fram blá augu valdi ég þennan lit. Anna með falleg blá augu og það fer hennar augum einstaklega vel að nota liti með smá shimmer í. Til að birta upp augnlokið notaði ég svo Watercolor Pink. Í staðin fyrir augnblýant spreyjaði ég Nip+Fab Illuminating Fixing Mist á skáskorinn bursta frá Smashbox og tók smá af Rich Caviar litnum í pallettunni og notaði við ytri augnháralínu til að skerpa augun. Þegar Anna málaði sig sjálf vantaði örlitla skerpingu á augnumgjörðina en við vildum samt sem áður halda henni mjög náttúrulegri og notuðum því ekki gel eyeliner heldur bjuggum til okkar eigin á þennan hátt. Því næst blandaði ég saman Rich Caviar og Chocolate Smoke á sama bursta og setti í vatnslínuna, að hafa dökkt í vatnslínu lætur augun virka dýpri en með því að nota augnskugga í stað augnblýants fæ ég ekki eins skarpan lit.

Til að fá náttúrulegan roða í kinnarnar notaði ég Bobbi Brown Pot Rouge í litnum Fresh Melon, mér finnst best að nota þessa vöru með fingrinum og stimpla henni á húðina. Smá tips er að nota örlítið af kinnalitnum einnig yfir nefið, þetta gefur heildarlúkkinu ennþá frísklegra yfirbragð. Kinnalitur frá Becca í litnum Wild Honey notaði ég til að skerpa enn betur á skyggingunni á andlitinu, en þar sem ég notaði mikið af kremvörum þá dúmpa ég aðeins kinnalitnum á með Real Techniques Powder Brush en strýk ekki með honum. Með þessari aðferð hreyfi ég ekkert við kremvörunum.

Anna var aðeins með vaselin á vörunum í hennar förðun en ég vildi aðeins skerpa á þeim en halda þeim í náttúrulegum lit. Ég notaði Max Factor Color Elixir varablýant í litnum Brown n’Nude til að skerpa á línunni og Becca Ultimate Lipstick Love í litnum Sugar til að fylla inní.

Anna María var bæði falleg fyrir og eftir, en þessi sýnikennsla var gerð með þeim tilgangi að sýna tips til þess að láta förðunarvörur hjálpa hverjum og einum að draga fram sína bestu kosti.

Vörur

10.590 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
5.490 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Aukahlutir

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *