Ávaxtasýru skífur! Hvernig á að nota þær og af hverju?

Við ætlum að byrja að fara yfir vörurnar sem voru í Sumarpartý Beautyboxinu okkar sem kom út í byrjun mánaðar og fyrstu vörurnar sem okkur langar að kynna fyrir ykkur eru Nip+Fab ávaxtasýruskífurnar og primer maskinn sem voru í boxinu.

Ávaxtasýrur

Ávaxtasýrur hafa verið áberandi í húðumhirðu umræðunni á síðustu árum og þeir sem fylgjast með ættu að hafa heyrt um virkni ávaxtasýra og notkun á slíkum skífum. En einnig eru örugglega margar sem að hafa aldrei heyrt um þær og vita engan vegin hvað þær gera og hvernig þær virka. Það er það sem okkur þykir svo gaman með boxunum okkar, að kynna ykkur fyrir nýjum vörum, innihaldsefnum og merkjum.

Ávaxtasýrumeðferðir á snyrtistofum hafa í fjöldamörg ár verið ein vinsælasta leiðin til þess að berjast á móti öldrunarmerkjum húðarinnar, án þess að nálar eða hnífar koma við sögu. Þrátt fyrir að ekki allir kannist við ávaxtasýrur, þá eru þær ekki nýjar á nálinni en margar muna kannski eftir Sex and the City þættinum þegar Samatha Jones fór í Chemical Peel og mætti í útgáfupartý Carrie Bradshaw rauð sem tómatur. 😊

En síðan 2002, þegar þátturinn kom út hefur snyrtivöruheimurinn þróast til muna og sterkar meðferðir svo sem sú sem Samantha fór í heyra sögunni til (já eða svona að mestu). En með þessari þróun þá njótum við almenningurinn góðs af og hafa ávaxtasýrurnar ratað í allskonar snyrtivörur (í minna mæli) og getur hver sem er nú notað mátt þeirra í sína húðrútínu, örugglega og daglega heima hjá sér án þess að enda eins og greyið Samantha 😊.

Fyrir þær sem að vilja lesa ítarlega um ávaxtasýrur þá mælum við með blogginu hennar Möggu okkar hér : https://beautybox.is/avaxtasyrur-hudina-virka-thaer/ en hún fer djúpt ofan í ávaxtasýrur og mismunandi tegundir og virkni þeirra. En í stuttu máli þá hjálpa ávaxatsýrur við að bæta alla starfsemi húðarinnar. Aðal starf þeirra er að fjarlægja dauðar húðfrumur og örva endurnýjun húðarinnar og kolalgen framleiðslu hennar. Þar af leiðandi geta ávaxtasýrur bæði verið mjög góðar fyrir þær sem að glíma við bólur og ör, og einnig þær sem vilja vinna gegn ótímabærri öldrun húðarinnar.

Saga Nip+Fab

Maria Hatzistefanis eða Mrs. Rodial eins og hún er kölluð.

Við vorum ekkert smá ánægð að fá flotta breska merkið Nip+Fab inn á síðuna okkar en við höfum fylgst með ævintýrum Mrs. Rodial og merkjunum hennar Rodial og Nip+Fab lengi – https://www.instagram.com/mrsrodial/ . Mrs. Rodial er mikill frumkvöðull og mælum við innilega með því að lesa bókina hennar How to be a Overnight Success ef þið hafið áhuga á því að lesa um kjarna konu og hvernig það er að stofna og reka förðunarmerki.

Nip+Fab merkið er dótturmerki Rodial sem er lúxusvörumerki en Nip+Fab var stofnað til þess að anna eftirspurn eftir merkinu, en á ódýrari markaði. Aðal innihaldsefnin voru notuð áfram, svo sem ávaxtasýrur og „drekablóð“.

Glycolic Fix Daily Cleansing Pads

Nip+Fab Glycolic Fix Daily Cleansing skífurnar eru ein aðal vara Nip+Fab og fannst okkur ótrúlega gaman að leyfa ykkur að prófa skífurnar í boxinu, og með því deila boðskapi ávaxtasýra enn betur. Clycolic Fix skífurnar innhalda einmitt vinsælustu ávaxtasýruna Glycolic sýru en sýran hefur minnstu sameindirnar af AHA sýrum og fer því hraðast inn í húðina, skrúbbar hana og vinnur í því að jafna áferð húðarinnar, húðlit, hreinsa húðina og gefa henni ljóma.

Ef þú ert að glíma við ójafna, þreytta húð og fínar línur, já eða ef þú ert að glíma við bólur þá mælum við sterklega með því að bæta ávaxtasýrum við húðrútínuna þína. Þeir sem eru að prófa ávaxtasýrur í fyrsta skipti ættu að fara varlega í þær þar sem það er alltaf smá viðbrigði fyrir húðina að byrja að nota innihaldsefni svo sem ávaxtasýrur eða retinól. Skífurnar skrúbba húðina og byrja skal varlega til að venja húðina á endurnýjunarferlið. Við mælum því með að byrja að nota skífurnar 2-3 x í viku, svo annan hvorn dag og svo á hverjum degi til 2x á dag, þegar að húðin er orðin vön ávaxtasýrum.

Skífurnar eru eins og og efsta myndinni sýnir, hringlaga og eins og bómullarpúðar í laginu. Nota ska eina svona skífu á andlitið, hálsinn og bringuna og nudda í hringlaga hreyfingar eftir að húðin hefur verið þrifin þar til að skífan er orðin þurr. ATH skífurnar eru ekki eins og hreinsiklútar, heldur eru þær extra skref í húðrútínunni sem skulu vera notaðar eftir að húðin hefur verið þrifin. Hægt er svo að fylgja með andlitsvatni, serumi eða rakakrem eftir því hvernig húðrútínan ykkar er. Mjög mikilvægt er að nota alltaf sólarvörn þegar maður notar ávaxtasýrur (og já reyndar alla daga alltaf hvar og hvenær sem er)!

Nip+Fab gefur einnig út nokkrar aðrar tegundir af ávaxtasýruskífum og mælum við með því að þið kynnið ykkur þær einnig ef þið haldið að þær muni henta ykkur betur.

Teen Skin Fix og Teen Skin Salicylic Acid skífurnar henta mjög vel þeim sem eru að glíma við bólur (acne), Clycolic Fix Sensitive skífurnar henta þeim sem eru með viðkvæma húð og hinar skífurnar úr Glycolic línunni henta vel þeim sem eru reynsluboltar í ávaxtasýrumeðferðum.

Ultar Illuminating Primer Maskinn

Í boxinu leyndist einni Nip+Fab Ultar Illuminating Dewy Primer maskinn þeirra sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur (enda maskadrottningar). Maskinn undirbýr húðina fyrir förðun og er því fullkominn til að nota fyrir skemmtileg tilefni svosem sumarpartý 😊 ! Farðinn rennur betur á húðinni, áferðin verður fallegri og húðin ljómar af raka.

Nip+Fab er einnig með æðislegt úrval af taumöskum sem er þið getið kynnt ykkur hér:

Takk fyrir að fylgjast með okkur og lesa bloggin okkar 🙂 Endilega smellið á Like og deilið ef ykkur finnst greinin áhugaverð.

Íris Björk Reynisdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *