Vörulýsing
Skref 2 í Anti-Blemish Solutions-húðumhirðukerfi Clinique.
Milt og bakteríudrepandi andlitsvatn sem fjarlægir dauðar húðfrumur og umframfitu sem geta myndað óhreinindi.
Hreinsar svitaholurnar. Dregur úr olíu á yfirborði húðarinnar og gerir húðina matta. Dregur úr sýnilegum roða og ertingu.
Notkunarleiðbeiningar
Hristist vel! Notaðu bómullarhnoðra og strjúktu yfir andlit og háls. Forðastu augnsvæðið.
Notaðu vöruna kvölds og morgna eftir að þú hreinsar húðina með Anti-Blemish Solutions Cleansing Foam.
Til að viðhalda árangrinum skaltu halda áfram að nota vöruna eftir að óhreinindin eru farin.
Notaðu því næst Anti-Blemish Solutions All-Over Clearing Treatment, sem er olíulaust rakakrem.
Ekki nota vöruna ef vart verður við ertingu eða þurrk.