Time Miracle Botanic Retinol serumið sem leyndist í Leyniperlu Beautyboxinu er ein sú vara sem að kom mér mest á óvart í fyrra þegar hún kom út. Ég viðurkenni að mér finnst nafnið og lýsingin á vörunni vera svolítið ruglandi fyrir leikmenn, en af því að varan er svo góð þá báðum við sérstaklega um þessa vöru í Leyniperlu Beautyboxið til þess að hafa tækifæri til þess að fræða ykkur og leyfa ykkur að prófa þessa frábæru vöru.
Margir þekkja til innihaldsefnisins retinol, sem er A vítamín afleiða og eitt mest umtalaðasta innihaldsefni síðustu ára. Retinol er oft notað sem regnhlífarhugtak yfir margar týpur af A-vítamíni og sjálf hef ég notað allt frá retinyl palmitate upp í tretinoin (næst sterkasta týpan) og er mér því vel kunnugt um innihaldsefnið og virkni þess. Mádara ákvað aftur á móti að gefa út vöru sem er ekki retinol – en skýra það Botanic Retinol – og hvað þýðir það í ósköpunum?
En fyrst, hvað gerir retinol?
Retinol er eitt af fáum innihaldsefnum sem hefur verið klínískt sannað að hjálpa húðinni að hægja á ótímabærri öldrun hennar sem og minnka hrukkur. Innihaldsefnið var fyrst notað til þess að aðstoða við bóluvandamál og er það enn ein áhrifaríkasta leiðin til þess að tækla bólur, en rannsóknir sýna einnig fram á að retinol sé eitt besta anti-ageing innihaldsefnið. Ef þú vilt lesa enn meira um virkni retinol þá mæli ég með að smella HÉR.
REtinol viðtakarar
Í hornlaginu á húðinni okkar eru svokallaðir viðtakarar sem að taka á móti retinolinu og örva endurnýjun húðfruma með þeim áhrifum að það styrkir verndandi húðþekjuna, dregur úr vatnstapi, verndar og hindrar niðurbrot á kollageni og hvetur húðina til að framleiða meira kollagen og endurnýja sig hraðar. Ástæðan fyrir því að Mádara skýrir serumið sitt Time Miracle Botanic Retinol, þrátt fyrir að varan innihaldi ekki retinol, er út af því að plöntublandan úr bidens pilosa, rambutan og bachuchiol virkjar þessa sömu viðtaka í húðinni með svipuðum árangri
@madaracosmetics Did you know? The Botanic Retinol Serum works wonders for acne-prone skin. Follow this simple yet effective 4-step MÁDARA routine, curated specifically for oily, combination and blemish-prone skin. ❤️ #madaracosmetics #acneskin #RebelRetinol #naturalcosmetics #acneroutine ♬ LoFi(860862) – skollbeats
@madaracosmetics Amazing @MARTA evening skincare routine = TOTAL vibes Get the deets on that botanic retinol goodness! #madaracosmetics #rebelretinol #glowuproutine ♬ Coffee – Kite Weather & Badnights & BLUE DREVM
Sumir spyrja þá, en af hverju ætti ég ekki bara að nota retinol?
Það eru ekki allir sem að mega, geta eða þora að nota retinol og því er þetta frábær kostur fyrir þann hóp. Barnshafandi konur og konur með börn á brjósti mega til dæmis ekki nota retinol. Retinolið hræðir líka marga þar sem að það er mjög virk vara og ef ekki er farið varlega í innihaldsefnið eða fengið leiðsögn með notkun þá eru margir sem að upplifa þurrk, roða og flögnun þegar þeir byrja að nota retinol. Það er þó eðlilegt og merki um að retinolið sé að virka, en draga þurfi úr notkun í smá tíma. Húðin getur einnig orðið viðkvæmari fyrir sólarljósi sem margir hræðast. Rósroða húð og exemis húð sem þolir ekki retinol gæti líka prófað vöruna og séð hvort að hún henti.
Mádara Time Miracle Botanic Retinolið er því hin fullkomna „fyrsta“ retinol vara, frábær fyrir þau sem að nenna ekki að pæla of mikið í þessu því þú þarft ekki að breyta neinu í rútínunni þinni, ásamt því að vera glæsilegur lífrænn kostur fyrir konur á barneignaraldri.
Lúxusprufan í Leyniperlu Beautyboxinu
var 15ml sem er helmingurinn af seruminu sem við erum með í sölu.
Mádara Time Miracle Botanic Retinol
Serumið í öllu sínu veldi.
Sjálf er ég komin á túpu nr. 2 af seruminu og kom það mér virkilega vel á óvart. Eins og áður kom fram þá hef ég notað margar mismunandi tegundir af retinoli og kann vel við innihaldsefnið. Aftur á móti þá ákvað ég að hætta því og prófa þessa vöru í staðin og ég er alls ekki vonsvikin með upplifunina. Ég tók strax eftir mun á áferð á húðinni og mér finnst serumið halda bólumyndun í skefjum hjá mér. Ég hef bent vinkonum sem eru ófrískar eða með börn á brjósti og hafa verið í smá vandræðum með hormónabólur á serumið og hafa þær verið ánægðar með það líka. Ekki sakar að það vinnur að sjálfsögðu líka á ótímabærri öldrun húðarinnar og hentar því svo breiðum flokki. Við báðum því sérstaklega um serumið í Beautyboxið og við biðum eftir því í hátt að 2 mánuði til þess að leyfa sem flestum að prófa þessa frábæru vöru. Ég vona að þið verðið jafn ánægð með hana og ég hef verið.
Afsláttarkóðinn PERLA gefur 20% afslátt af vörunum í Leyniperlu Beautyboxinu út júní 2024.
Íris Björk Reynisdóttir