Vörulýsing
Sá fyrsti og minnsti.
Veitir augnhárunum náttúrulega fallegt útlit, brettir örlítið upp á þau og gefur þekju frá rót að enda. Hann hentar þeim vel sem hafa stutt eða lítil augnhár og eiga erfitt með að nota hefðbundna maskara, þar sem burstinn er lítill og það kemur lítið á burstann í einu.
Hentar konum sem vilja náttúrulegt útlit, eru með lítil stutt augnhár og eiga stundum erfitt með að setja á sig maskara.
Allir maskarar frá SENSAI eru 38° það þýðir að þeir þola tár, svita og vatn upp að 38 gráðum en hreinsast auðveldlega af með heitu vatni, heitara en 38 gráður. Hann leysist aldrei upp heldur fer að í heilu lagi svo þú verður aldrei svört undir augunum.