Förðunarráð fyrir dömur gleraugu

Í nýjustu sýnikennslunni förum við yfir nokkuð förðunarráð fyrir þá sem nota gleraugu.

Það er að sjálfsögðu engin ein förðun sem hentar öllum gleraugum, það fer eftir persónuleika, augnumgjörð, gleraugum og margt fleira en hér eru nokkur ráð sem gætu hjálpað ykkur að draga fram það besta í ykkar fari.

Fyrst og fremst er gott að máta gleraugun áður en hafist er handa, til þess að sjá hvar gleraugun sitja. Einnig til þess að skoða nánar hvað sést og hvað felst á bakvið gleraugnarammann.

Það er einnig vert að hafa í huga að ef þú ert nærsýn þá geta gleraugun látið augun virka minni, en ef þú ert fjarsýn þá geta gleraugun látið augun virka stærri. Rósa María er nærsýn og með frekar lítil augu sjálf, því sýndi ég nokkur förðunarráð til þess að láta augun virka stærri.

 

Ég byrjaði á húðinni og valdi Skyn Iceland Arctic Elixir serum, þetta serum virkar eins og vakning fyrir þreytta og þrútna húð. Í þetta skipti ákvað ég að nota það eitt og sér en gott er að setja rakakrem eftir á. Það er einstaklega gott að nota mattan farðagrunn yfir nefið til þess að koma í veg fyrir að gleraugun renni niður og því notaði ég Becca Ever Matte farðagrunninn aðeins yfir T-svæðið. Ef þú ert með mjög olíukennda húð mæli ég með að nota hann yfir allt andlitið.

 

Þegar kemur að farða skal hafa í huga að reyna setja sem minnst magn af farða þar sem gleraugun sitja, til þess að koma í veg fyrir að fá áberandi far eftir gleraugun. Farðinn sem ég notaði var Bobbi Brown Skin Foundation, ég blandaði saman litunum Porcelain og Warm Beige. Ég notaði Bobbi Brown Foundation burstann til þess að bera farðan á og ég geymdi nefið þar til í lokin, svo setti ég aðeins það sem var eftir í burstanum yfir nefið. Þetta er olíulaus farði sem veitir miðlungsþekju sem er auðvelt að byggja upp. Ef þörf er á meiri þekju er gott að passa sig að setja aðeins meira þar sem er virkilega þörf á, til dæmis ef um er að ræða bólu eða álíka.

Það er fallegt að ramma augabrúnirnar vel inn og notaði ég Estée Lauder The Brow Multitasker til þess. Til að undirbúa augun svo fyrir augnskugga notaði ég augnskuggagrunn frá Max Factor. Það er mikilvægt að blanda allt vel, sérstaklega ef um er að ræða fjarsýn gleraugu, þar sem augnskugginn getur orðið meira áberandi. Einnig er gott að halda sig við matta augnskugga þegar kemur að fjarsýni þar sem glitrandi augnskuggar geta orðið meira áberandi með gleraugum sem stækka augun. Ég notaði pallettuna Ombre Nudes frá Becca og til þess að stækka augun á Rósu notaði ég ljósasta litinn fyrst yfir allt og hélt svo dökku litunum aðeins við ytri augnkrók. Ég notaði svo Bobbi Brown augnblýant í litnum Mahogany til þess að búa til smá væng, þar sem það fer augunum hennar Rósu einstaklega vel og lætur þau virka lengri. Ég lét augnblýantinn byrja við miðja augnháralínu en ekki fyrr, þá næ ég að lengja augun en á sama tíma stækka þau. Ef um væri að ræða fjarsýn gleraugu, þá væri fallegt að taka augnblýantinn alveg inn í innri augnkrók. Ég notaði svo ljósan augabrúnablýant í neðri vatnslínu, sem lætur augun virka stærri. Ef notaður er dökkur í neðri vatnslínu getur það minnkað augun.

 

Maskarinn sem ég notaði á Rósu var Max Factor 2000 Calorie, smitfrír og vatnshrindandi maskari. Þessi maskari er með þykkan bursta og gefur dramatískt augnhár. Aftur á móti ef um er að ræða fjarsýna þá mæli ég með að nota maskara sem greiðir vel í gegnum augnhárin og sundrar þau, eins og Max Factor Masterpiece maskarann. Ef þú ert með bein augnhár, er einnig gott að bretta þau fyrst til að koma í veg fyrir að þau komist í snertingu við gleraugun.

Ég blandaði saman tveimur hyljurum, Smashbox Photo Op Under Eye Brightener og Smashbox Studio Skin. Gleraugu geta kastað skugga undir augun og er því gott að nota hyljara sem lyftir upp augnsvæðinu, birtir það og endist vel. Smá ráð sem á sérstaklega vel við fjarsýna, að nota smá af augnskuggagrunninum einnig undir hyljarann. Það kemur í veg fyrir að það myndist línur undir augunum, þar sem línurnar geta orðið meira áberandi með gler sem stækkar augun. Varist að nota ekki of þurran augnskuggagrunn.

 

Gott er að púðra vel yfir nefið, púðrið sem ég notaði var Rimmel Insta Fix & Matte. Glært, létt púður sem gerir húðina matta.

Ég vona innilega að þessi ráð komi einhverjum að góðum notum.

Módel: Rósa María Árnadóttir

Vörur

7.060 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
-35%
5.033 kr.7.690 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *