Ein algengasta spurningin sem við fáum hér á Beautybox.is er: Hvað er eiginlega serum? Til hvers ætti maður að nota það? Svo ef þú ert að velta þessu fyrir þér þá ert þú svo sannarlega ekki ein – þar af leiðandi báðum við Margréti um að skrifa blogg fyrir okkur sem að útskýrir hvað „þetta serum“ er 😊.
Serum hafa á síðustu árum orðið vinsæl í húðumhirðu, ástamt svo mörgu öðru nýju og því getur verið ruglandi að vita hvað allt þetta er og til hvers það er notað.
En að mínu mati eru serum er ómissandi í húðumhirðu og mikilvægt er að vita hvað þau gera og hvernig á að nota þau. Ég ætla því að fara yfir það í mjög stuttu og einföldu máli.
Hvað er serum?
Serum er vökvi sem gefur húðinni ofurskot af næringu af mjög virkum innihaldsefnum sem hjálpa til við að halda húðinni í góðu ástandi. Serum er frekar þunnur og vatnsuppbyggður vökvi sem maður setur á húðina. Serum er ekki rakakrem, heldur einstaklega rík formúla af efnum sem að draga sig fljótt inn í húðina. Serum eru til dæmis sérstaklega góð að vinna gegn öldrun húðarinnar, oftar betur heldur en rakakrem. Serum ná í dýpri lög húðarinnar vegna þess að þau innihalda efni sem hafa minni sameindir (e. molicules) sem leyfir þeim að fara auðveldar og hraðar inn í húðina.
Serum er talið ein áhrifamest húðvaran sem hægt er að nota gegn öldrun húðarinnar (fyrir utan það að nota sólarvörn sem fyrirbyggjandi gegn öldrun) en það er út af því hversu virk innihaldsefnin eru.
Til hvers notar maður serum?
Með því að nota serum reglulega er hægt að vinna á sérstökum húðvandamálum til dæmis þurrki eða ótímanbærri öldrun húðarinnar. Serum með réttum innihaldsefnum fyrir þína húð, geta gert gæfumun í að halda húðinni þinni sem bestri. Margir velta því fyrir sér hvernig serum eru öðruvísi frá rakakremi eða anditsolíum, en auðveldasta útskýringin á því er að rakakrem og andlitsolíur eru virkust á yfirborði húðarinnar, en serum hafa þann eiginleika að komast neðar í húðlögin. Ástæðan fyrir því er að serum eru þunn og innihalda minni sameindir sem ná að ferðast dýpra niður í húðlögin. Þannig bæta þau áferð, tón og útlit húðarinnar í lengri tíma og virkja húðina frá dýpstu húðlögum.
Serum geta verið dýr, líklegast með því dýrasta í húðrútínunni, en ástæðan fyrir því er því þau eru pökkuð af þessum ríkulegu innihaldsefnum.
Hvernig á að nota serum?
Serum skal bera á húðina eftir hreinsun og á undan rakakremi. Eins og ég hef nefnt áður er góð regla þegar kemur að húðrútínu að röðin skuli vera frá hinu þynnsta í hið þykkasta.
Notkun serums er mismunandi eftir því hvaða serum er verið að nota, en oftast er best að bera það á einu sinni til tvisvar á dag, morgna og kvölds. Einnig er hægt að nota mismunandi serum í morgun og kvöldrútínu. Sem dæmi; serum til að vekja upp húðina á daginn, og til að endurnæra og gefa raka á næturna. Nóg er að nota magn á við baunastærð eða nokkra dropa yfir alla húðina og klappa því létt yfir húðina. Ekki þarf að nudda því inn í húðina.
Hvaða innihaldsefnum skal ég leita eftir í serumi?
Serum virka mismunandi eftir því hvaða virku efni þau innihalda. Innihaldsefnin skipta mestu máli og er því mikilvægt að velja serum fyrir sína húðtegund.
Hér er smá grunnur að hvaða innihaldsefnum þú skalt leita eftir til að hjálpa þinni húð, en lýsingin á vörunni ætti líka að gefa til kynna hvað þau gera.
Til að sporna við ótímanbærri öldrun húðarinnar.
Serum sem innihalda C-vítamín, retinól, kollagenpeptíð og stofnfrumur ( e. stem cells). Mörg þessara seruma innihalda líka rakagefandi efni eins og hýlarúnic sýru þar sem að eitt af helstu einkennum þess að húðin eldist um aldur fram er að hún missir raka.
Feit húð og stórar húðholur
Serum sem innihalda sem dæmi C-vítamín, retinól, sink og salisýlsýru.
Þurr húð
Serum sem innihalda hyalúrónsýru, glycerin, E-vítamín og níasínamíð.
Líflaus húð
Serum sem innihalda andoxunarefni eins og green tea extract, resveratrol, C-vítamín, glýkólsýru og ferulic sýru.
Er algengt að Íslenskar konur noti Retin A
Sæl, Svala. Já það verður algengara með hverju árinu að íslenskar konur bæti við vörum sem innihalda retinól í húðrútínuna sína.
Hvaða Serum er best fyrir húðholur?
Allar vörur sem eru góðar til að draga úr stærð húðhola getur þú fundið hér 🙂 https://beautybox.is/voruflokkur/hudumhirda/leita-eftir-hudtegund-eda-aherslu/storar-hudholur/ Þar á meðal eru Estée Lauder – Idealist Pore Minimizing Skin Refinisher og Glamglow Supereserum