Brúðarförðunin er ein mikilvægasta förðun ævinnar – ef ekki sú allra mikilvægasta. Á brúðardeginum eru teknar ótal myndir og maður eyðir deginum með öllum sínum nánustu. Allar viljum við líta sem best út á þessum mikilvæga degi – en hvernig á maður að velja förðunina fyrir daginn?
Hver einasta brúðarförðun er einstök þó að farðanirnar eigi sér allar einhverja sameiginlega eiginleika. Eins og ég hef bloggað um áður skiptir mestu máli að vera maður sjálfur og að förðunin beri bestu útgáfuna af sjálfri sér – þannig líður manni best og lítur best út á þessum stóra degi.
Eftir að hafa starfað við að greiða og farða í sjö ár hef ég öðlast ómetanlega reynslu í að farða fyrir brúðkaup og ég hef því sett upp þrjár hugmyndir að brúðarförðun, sem hafa verið og eru vinsælustu brúðarfarðanirnar hjá mér gegnum árin. Út frá þessum förðunum getið þið svo þróað ykkar eigin hugmynd um hvernig förðun þið viljið á brúðardaginn, því oft eru brúðir óákveðnar, þó að það sé þó mjög misjafnt.
Náttúruleg förðun með ljómandi húð – Meghan Markle stíll
Þessi förðun er klassísk og er sérstaklega “inn” núna, og var einmitt Meghan Markle mjög náttúrulega förðuð á sínum brúðardegi. Förðunin leggur áherslu á þitt náttúrulega útlit og ljómandi húð. Miðpunktur förðunarinnar er að gera húðina sem fallegasta á náttúrulegan hátt, og oft eru notaðar kremvörur til að ná fram ljóma eins og krem kinnalit, ljómakrem og krem highlighter. Augun eru náttúrulega förðuð og innrömmuð með möttum jarðarlitum eða notaður glitrandi augnskuggi í nude lit. Oft er flott að nota nokkur stök gervi augnhár til þess að gefa augunum fallegt form. Förðunin skal hins vegar vera eins náttúruleg og hægt er. Á varirnar er settur litur sem er sem líkast þínum eigin vörum, bara aðeins dýpri. Ekki skulu verða neinar skarpar línur eða miklar skyggingar heldur á allt að falla saman í fallegt náttúrulegt útlit.
Vörur sem ég mæli með fyrir þessa förðun:
Bjútý-förðun með smá glamúr – Kim K stíll
Þessi förðun er sú lang vinsælasta sem ég geri. Þessi förðun gefur þetta óaðfinnanlega útlit fyrir ljósmyndir og ýkir þá fegurð sem fyrir ber. Förðunin skal leggja áherslu á augu sem eru skyggð í djúpum litum með glansandi augnskugga fyrir miðju augans, oft gulli eða ljósbleiku, sem býr til fallega áberandi augnförðun. Förðun í þessum stíl ber oft með sér svartan eyeliner sem rammar inn augun og oft settur spíss á endann til að gefa augunum lyftu. Fluffy augnhár og nude varir einkenna einnig förðunina og heildarförðunin er undirstrikuð með skyggingum (e. contoring) á andliti og highlighter á réttum stöðum. Bjútý-förðunin gefur þennan “wow factor” og er fullkomin förðun fyrir jafn einstakan dag og brúðardagurinn er.
Vörur sem ég mæli með fyrir þessa förðun:
Rómantísk vintage förðun – Lana Del Rey stíll
Rómantísk förðun er ávallt klassísk og þá sérstaklega fyrir brúðardaginn – svona förðun mun aldrei fara úr tísku. Þessi förðun býður upp á hefðbundnari förðun heldur en hinar tvær og inniheldur ekki alveg jafn trendy eiginleika. Förðunin einkennist oft af rauðum vörum, þykkum eyeliner, bleikum tónum á augum og rjóðum kinnum. Hér er það hárgreiðslan einnig sem hefur mikil áhrif á heildarútlitið. Hægt er að gera förðunina á mjög náttúrulegan hátt en einnig dramatíska. Rómantíski tónninn undirstrikar hina kvenlegu fegurð og hægt er að vera viss um að þessi förðun mun ekki líta illa út á myndum í framtíðinni – eins og við höfum lært af 9.áratugnum (e. 80s)!
Vörur sem ég mæli með fyrir þessa förðun:
Það er hins vegar alltaf skemmtilegt að blanda saman eiginleikum úr þessum þremur förðunum, til dæmis að gera bjútý-förðun með rauðum varalit og ljómandi húð – þú getur sameinað þína uppáhalds parta í hina fullkomnu förðun fyrir þig!
*Magga bjó moodboardin fyrir ykkur með myndum frá Pinterest – endilega vistið þau ef ykkur líkar innblásturinn*
Margrét Magnúsdóttir er hár- og förðunarfræðingur, sem flutti til Íslands fyrir ári síðan eftir að hafa starfað í London í 6 ár. Margrét hefur starfað við allskonar skemmtileg verkefni eins t.d. og Vogue Online, Will.I.Am tónlistarmyndband, Topshop, BBC, tímarit og bíómyndir. Margrét er einnig eftirsótt í brúðkaupsfarðarnir en hún ferðast reglulega erlendis til þess að farða fyrir brúðkaup. Margrét hefur mikinn áhuga á húðumhirðu, hári, förðun og fallegum hlutum.
Hægt er að fylgjast með Margéti hér ♥:
Heimasíða : www.margretmagnus.com
Instagram: www.instagram.com/margretmagnus
Snapchat: @margretmagnus