Ferskur blóma og ávaxailmur fyrir hana.
Dylan Blue er æðislegur blóma-ávaxta ilmur með musk í undirtón sem gerir hann einstakan og fullan af þokka og glæsileika. “Þessi ilmur er minn óður til kvenleikans, sterkur, þokkafullur en á sama tíma fágaður fyrir þær konur sem þekkja sinn eigin styrk.“ -Donatella Versace Hönnun á glasinu er falleg en hún er innblásin frá grískri goðafræði. Liturinn á flöskunni minnir á miðjarðarhafið, sterkur og djúpur blár. Gullið fer afar vel með bláa litnum og má sjá grísku gyðjuna Medusa á flöskunni. Brú á milli fortíðar og framtíðar í þessari einstöku hönnun.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.