Vörulýsing
Farðagrunnur frá Smashbox sem minnkar svitaholur og heldur olíumyndun húðarinnar í skefjum. Þessi farðagrunnur gefur matta áferð og lengir endingu förðunarinnar, sléttir húðina og dregur verulega úr sýnilegum svitaholum. Hann mýkir húðina og hrindir frá sér vatni, án þess að stífla svitaholur eða erta húðina.
Hentar öllum húðgerðum, en er sérlega góður fyrir feita og blandaða húð þar sem varan heldur aftur af olíumyndun í allt að 8 klukkustundir. Til að ná sem bestum árangri skaltu nota hann með fljótandi farða eða kremfarða.
Pore Minimizing-farðagrunnurinn er vegan og „Cruelty Free“. Prófaður af augnlæknum og veldur ekki bólum.
Hollráð sérfræðinganna: Notaðu hann yfir daginn á svæði sem eiga til að verða olíukennd.
Notkun: Hitaðu farðagrunninn milli fingranna áður en þú berð hann á. Berðu í jöfnu lagi á hreina, vel raka húð. Má nota einan sér, undir farða eða yfir andlitsförðun.
Kostir:
- Svitaholur verða umtalsvert minna sýnilegar
- Glansandi húð verður mattari og varan dregur úr olíumyndun daginn á enda
- Stíflar hvorki svitaholur né veldur bólum
- Vatnsheld, mjúk áferð
- Gerir húðina mjúka og fallega matta
- Vegan og „Cruelty Free“. Allar Smashbox-vörur eru „Cruelty Free“.
Notkunarleiðbeiningar
Notaðu vöruna undir farðann, eða eina sér til að töfra fram flauelsmjúka áferð.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.