Vörulýsing
Ginza Eau de Parfum Intense er nýr ilmur frá Shiseido fyrir hina heillandi konu sem hefur fullkomin tök á tvíhyggju tilfinninga sinna. Vöndur munúðarfullra rósa skerptur af viðarnótum, hið fullkomna jafnvægi á milli djúpra og flauelskenndra hliða rósarinnar og ómótstæðilegra vanillutóna.
INNBLÁSTURINN: Hinn sterki rauði litur ilmsins, táknrænn fyrir styrk og ástríðu, hefur sögulegt gildi þar sem rauður er eðlislægur japanskri menningu og hefur verið hinn táknræni litur Shiseido í 150 ár. Hann sýnir fullkomlega samblöndu tælingar og sjálfsvissu, tilfinninga og æðruleysis sem er hluti af Ginza-andanum.
ILMURINN: Blómailmur auðgaður rafi sem byggður er í kringum rósir og fær hlýju frá munúðarfullum viðarnótum. Ilmurinn opnar með ávaxtakenndum nótum sólberjalaufa áður en hann sýnir munúðarfullt og heillandi blómahjarta sem fagnar rósinni, hinu holdlega og táknræna blómi. Ómótstæðileg hlýja grunntóna vanillu bráðnar inn í ákefð patchouli. Munúðarfullur rauður blómavöndur skerptur af líflegum viðarnótum. Hið fullkomna jafnvægi á milli styrks og munúðar.
FLASKAN: Constance Guisset hefur endurhannað hina táknrænu flösku Ginza. Í þessari nýju flösku stingur skærrauður rýtingurinn í flöskuna og steypir sér af ástríðu inn í hjarta ilmsins til að eima alla nautnasemi hans.
Þessi ilmur er vottaður vegan og framleiddur úr alkóhóli af náttúrulegum uppruna. Hann inniheldur lífræn náttúruleg og tilbúin hráefni. Umbúðirnar bera vottun þess að vera gerð út pappa úr sjálfbærum viðarefnum. #TheGinzaSpirit #ShiseidoFragrance
HVERNIG Á AÐ NOTA ILMINN? Spreyjaðu Ginza Eau de Parfum Intense á púlspunka þína: við hnakka og framan á háls, á bak við eyru og á úlnliði.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.