Vörulýsing
Vinsæla varan okkar, TOTAL LIP GLOSS, fæst nú loksins í 3 litum. Með einni stroku af þessum dásamlega gloss verður ásýnd varanna fyllri, mýkri og ljómandi af raka. Silkimjúk og rakagefandi formúlan sléttir úr lóðréttum línum varanna sem verða mýkri ásamt því að ljá þeim milda og glæra tóna.
Fáanlegir í 3 nýjum litum sem hægt er nota eina og sér eða með hvaða SENSAI varalit sem er.
Allt frá himneskum rauðbleikum tónum til dökkrar plómu – litirnir þrír sækja innblástur í forn japönsk spakmæli sem tákna tilkomumikil blæbrigði dagrenningar.
01 AKATSUKI SVARTUR
Plómusvartur gloss innblásinn af fjólubláum blæbrigðum sólarupprásar sem vinnur með náttúrulegum lit varanna og auðgar hann með djúpum og dramatískum áhrifum.
02 AKEBONO RAUÐUR
Líflegur rauður litur innblásinn af blæbrigðum fagurrauðrar sólarupprásar sem vinnur með náttúrulegum lit varanna og veitir þeim heilbrigðan roða.
03 SHINONOME CORAL
Himneskur coral tónn sem innblásinn er af blæbrigðum regnbogalitrar sólarupprásar sem vinnur með náttúrulegum lit varanna og auðgar hann með mildum og mjúkum tónum.
Notkunarleiðbeiningar
Notað eitt og sér fyrir náttúrulegt útlit eða yfir varalit fyrir aukna áherslu á sýnileika varanna.