Vörulýsing
Þessi kraftaverkavara, sem þarf ekki að skola af, inniheldur hvorki sápuefni né alkóhól og fjarlægir óhreinindi og farða á sérlega mildan hátt.
Hreinsirinn er auðgaður með hinni einstöku og mýkjandi Mega Mushroom-blöndu frá dr. Weil.
Auk þess fjarlægir hreinsirinn mildilega mengunarvalda og styrkir þannig viðnám húðarinnar gegn ertandi efnum í umhverfinu.
Húðin verður dásamlega frískleg viðkomu, silkimjúk og auðvitað algerlega tandurhrein. Veldur aldrei ertingu.
Vörurnar okkar innihalda ekki: Paraben, þalöt, natríumlárýlsúlfat (SLS), própýlenglýkól, jarðefnaolíur, DEA, vaselín, paraffín, pólýetýlenperlur, formaldehýð eða dýraafurðir, nema hunang og bývax, sem valda dýrum engum skaða.
Fyrir Þurra, venjulega og blandaða húð. Einnig gott fyrir rósroða og pirraða húð
Notkunarleiðbeiningar
Setjið í bómullarskífu eða bómullarhnoðra og strjúktu gætilega yfir allt andlitið og hálsinn.
Hægt er að nota vöruna til að fjarlægja augnfarða. Ekki þarf að skola vöruna af.
Notaðu því næst serum og rakakrem.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.