Vörulýsing
Áhrifarík og margverðlaunuð volume hárfroða sem borin er í hárrótina og gefur hárinu samstundis meiri fyllingu.
Það er svo mikilvægt að undirbúa fíngert englahár fyrir mótun ef þú vilt fá góða fyllingu og aukið rúmmál. Þessi margverðlaunaða Root Boost Mousse lyftir og fyllir hárið frá rótum og niður. Brúsinn hefur mjóan stút svo þú getir sprautað froðunni beint í hárrótina þar sem fyllingin hefst. Froðan klístrast ekki og gefur hárinu langvarandi hald svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að hárið falli flatt.
– Gefur hárinu þínu langvarandi lyftingu sem endist
– Froðan er sett í rót hársins – svo lyftingin verði sem mest
– Stjörnu innihaldsefnið PRO-QUAT™ Complex gefur áferð og hald án þess að klístrast, jafnvel í fíngerðu hári
– Fyrir fíngert, þunnt eða flatt og líflaust hár
Notkunarleiðbeiningar
Skref 1: Eftir að hafa þvegið hárið með Volume sjampóinu og hárnæringunni skaltu hrista brúsann vel fyrir notkun.
Skref 2: Lyftu hluta af handklæðaþurru hári og sprautaðu úr brúsanum beint á rótarsvæðið. Þú gætir fundið fyrir örlitlum kulda.
Skref 3: Endurtaktu þetta ferli á þeim svæðum sem þú vilt hafa meiri fyllingu. Greiddu í gegn og blástu síðan eins og venjulega með blástursburstanum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.