Vinsamlega lesið textann.
Goðsagna Beautyboxið inniheldur 6 vörur sem eiga það sameiginlegt að vera goðsagnir. Vörurnar eru annað hvort margverðlaunaðar, metsöluvörur eða nýjar frá merkjum sem eru goðsagnir í sínum flokki.
Í boxinu eru 4 förðunarvörur, 1 húðvara og 1 vara sem er blanda af báðu. Boxið inniheldur 2 vörur í fullri stærð og 4 lúxusprufur og eru vörurnar að andvirði 13.476 kr.
Beautyboxin okkar koma alltaf í takmörkuðu magni og þegar þau eru uppseld þá koma þau ekki aftur. Síðasta Beautybox seldist upp á 2 tímum svo við mælum með að hafa hraðar hendur ef þú vilt ekki missa af Goðsagna Beautyboxinu. Við mælum með því að fylgjast vel með okkur á samfélagsmiðlum þar sem við komum til með að sýna ykkur betur frá vörunum eftir að boxið er komið út.
Ath að Beautyboxið kemur út miðvikudaginn 26. janúar. Ef þú velur að sækja þá máttu koma að sækja það í fyrsta lagi miðvikudaginn 26. janúar, en ef þú velur að fá boxið sent þá fara boxin frá okkur til sendingarðila á miðvikudaginn. Ef þú verslar aðrar vörur með boxinu þá er öll sendingin sótt eða send saman.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.