Vörulýsing
The Original Lip Duo Vetrarkuldi og þurrkur getur oft verið strembinn að eiga við en Frank body vinnur hart gegn því. Með aukna vörn gegn sprungnum og þurrum vörum parar The Original Lip Duo saman einstaklega mýkjandi skrúbb og rakagefandi varasalva.
The Lip Scrub er náttúrulega blandaður varaskrúbbur úr meðal annars möluðum kaffi baunum, og hrásykri sem vinnur mjúklega gegn sprungnum og þurrum vörum, án þess þó að erta húðina frekar. Skrúbburinn skilur eftir sig vel nærða og mjúka húð með vernduðu yfirborði. Kaldpressuð macademia olían og býflugnavaxið sér svo til þess að varirnar haldast mjúkar lengi eftir að skrúbburinn er þveginn af.
The Lip Balm er rakabomba með Lanólíni sem sér til þess að halda þurrki og sprungum áfram í skefjum. Kókos, vínberjafræ, og ólifuolía eru einnig mikilvægur þáttur í virkni The Lip Balm auk E vítamíns sem sér um að róa og halda ertingu í skefjum. Punkturinn yfir i-ið er svo Arabíska kaffi fræ olían sem sér um að auka blóðflæði og kollagen myndun fyrir náttúrulega fyllingu og þrýstnari varir. Þetta er sannarlega drauma duo-ið.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.