Vörulýsing
MATTE CRÈME 5-IN-1 er vara sem jafnar litarhaftið og veitir húðinni fullkomlega matt útlit. Töfrar kremsins liggja í samblöndu af háþróaðri formúlu og eiginleikum seyðis úr hvítum vatnaliljum frá Kóreu sem er þekkt fyrir mattandi eiginleika sína á húðina. Þessir einstöku eiginleikar gera MATTE CRÈME að nauðsynlegri húðvöru í snyrtitöskuna.
Margvirkt kremið rennur auðveldlega eftir húðinni og skilur eftir ósýnilega filmu á húðinni sem:
1. dregur úr sýnileika lítilla útlitsgalla og húðhola svo húðin fær mjúkt og fallegt útlit,
2. jafnar út húðlit og gefur matt útlit,
3. lagfærir áferð húðarinnar,
4. viðheldur rakastigi húðarinnar,
5. mattar húðina og undirbýr fyrir farða.
Útkoman er jafnara og mattara litarhaft. Húðholur eru sýnilega ógreinilegri. Húðin virðist vera óaðfinnanleg með náttúrulegt og fallegt matt útlit. Prófað undir eftirliti húðlækna. Stíflar ekki húðholur.
Virk innihaldsefni:
– Blómavatn úr hvítum vatnaliljum (e. White water lily flower extract) Rakagefandi, mattandi og býr yfir andoxunarefnum
– Butylene glycol Rakagefandi – Kísilduft (e. Silica Powder) Mattandi áhrif
Hverjum hentar varan?
Hentar öllum húðtegundum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.