Vörulýsing
Fyrir allar húðgerðir með viðvarandi eða tímabundinn roða.
Kremhreinsir sem þurrkar ekki húðina. Fyrsta þrepið í Redness Solutions-kerfinu okkar. Notaðu öll skrefin til að draga samstundis úr roða. Hreinsar húðina og fjarlægir farða. Hjálpar þér að draga úr roða og ertingu og viðheldur rakajafnvægi húðarinnar.
Helstu innihaldsefni/tæknilausnir: Góðgerlablandan inniheldur einkaleyfisvarinn kjarna úr lactobacillus, sem sefar húðina.
Sýnilegur roði minnkar tafarlaust þegar þú notar Redness Solutions. Besta leiðin til að ná tökum á roða er reglubundin húðumhirða með vörum sem valda ekki ertingu. Öll skrefin í Redness Solutions-kerfinu frá Clinique hafa sinn tilgang: Hreinsa, róa, verja.
Notkunarleiðbeiningar
Nuddaðu vörunni gætilega á andlitið. Skolaðu af með volgu vatni eða þerraðu af með pappírsþurrku. Notaðu kvölds og morgna með Redness Solutions Daily Relief Cream. Notaðu því næst Daily Protective Base SPF 15 sem farðagrunn og sólarvörn – þá geturðu búist við árangri í hvelli og framförum við langvarandi notkun.