Vörulýsing
Maskari sem hámarkar umfang augnháranna með því að aðgreina þau og lengja með lit sem kámast aldrei. Öruggur fyrir fólk með viðkvæm augu og fólk sem notar augnlinsur. Prófað af augnlæknum.
Notkunarleiðbeiningar
Byrjaðu við rót augnháranna og „skrúfaðu“ burstann til og frá, þar til þú kemur alveg út að enda. Endurtaktu ef þú vilt sterkari svip. Haltu burstanum lóðrétt þegar þú berð maskarann á neðri augnhárin. Ekki stinga burstanum ítrekað inn og út úr hylkinu – þá getur loft borist í hylkið og það þurrkar maskarann. Láttu maskarann þorna á milli umferða – til að koma í veg fyrir að hann klessist. Notaðu uppáhalds Clinique-augnfarðahreinsinn þinn til að hreinsa vöruna af.