Vörulýsing
Formúlan endurvekur húðina og ver hana gegn mengun og skaðlegum geislum sólar. Gefur 12 klukkustunda raka og næringu. Frískar uppá þreytta og líflausa húð og með reglulegri notkun vinnur formúlan á fínum línum og öðrum öldrunareinkennum húðarinnar. Olíulaust.
Styrkir, lagfærir og verndar. Létt rakakrem í gelformi sem gefur húðinni orkuskot í einni svipan og gefur húðinni orku í 12 klukkustundir. Inniheldur varnartækni gegn sýnilegum einkennum þreytu og öldrunar. Ver húðina gegn UVA/B, innrauðu og jafnvel bláu ljósi, sem styrkir verulega varnir húðarinnar.
Blandan þolir bæði svita og raka og myndar verndandi lag gegn loftmengun, frjókornum og ryki, um leið og hún mettar húðina raka og áhrifaríkum andoxunarefnum. Húðin verður samstundis ferskari og öðlast endurnýjaðan lífsþrótt. Við stöðuga notkun minnka sýnileg öldrunareinkenni og húðin heldur sínum ferska og unglega ljóma. Olíulaus vara.
Helstu innihaldsefni/tæknilausnir:
Koffín sem styrkir og eflir blóðrásina.
Hýalúrónsýra, glýserín og trehalósi veita samstundis og langvarandi raka.
Inniheldur fjöllaga varnartækni með SPF-stuðli sem verndar húðina og lagfærir skaða af völdum sólarljóss.
Áhrifarík innihaldsefni sem vernda húðina gegn oxunarskaða.
Andoxandi C- og E-vítamín veita vörn daginn á enda gegn sindurefnum og umhverfisáhrifum.
Hornkóralkjarni róar og dregur úr bólgum.
Skjalfestar niðurstöður Gefur húðinni tafarlaust orkuskot sem endist í 12 klukkustundir, virkni sem má varðveita með reglulegri notkun. Fjöllaga varnartækni verndar gegn UVA-/UVB-geislum, innrauðri geislun og bláu ljósi. Ver húðina allan daginn gegn mengun, ögnum, ryki og frjókornum. Veitir samstundis raka sem endist í allt að 12 klukkustundir. Dregur úr línum og hrukkum og bætir uppbyggingu húðarinnar. Gott að vita Inniheldur engin paraben. Inniheldur ekki þalöt. Inniheldur ekki ilmefni. Ofnæmisprófað. Prófað af augnlæknum.
Notkunarleiðbeiningar
Hentar öllum húðtýpum nema þeim allra þurrustu. Setjið 1-2 pumpur á hreint andlit og háls alla morgna.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.