Vörulýsing
Hvernig virkar varan? Mild en mjög áhrifarík vara sem minnkar fílapensla, sársaukalaust og án þess að rispa eða skaða húðina. Þegar þessari einstöku vöru er blandað saman við vatn veitir hún þægilega hitatilfinningu sem opnar stíflaðar svitaholur varlega og hreinsar burtu óhreinindi, olíu og agnir sem valda fílapenslum. Opnar þér leið að bjartari og mýkri húð sem ekki glansar. Vinnur gegn frekari fílapenslamyndun.
Sannreyndur árangur:
Þegar við fyrstu notkun byrja stíflaðar svitaholur að hreinsast.
Eftir notkun í 1 viku er sýnileg minnkun fílapensla 69%.
Eftir notkun í 6 vikur er sýnileg minnkun fílapensla 93%.
*Klínísk rannsókn í 6 vikur hjá 51 konu, við notkun þrisvar í viku.
Innihaldsefni og tæknilausnir
Thermal Active Technology hjálpa þér að losa um óhreinindi til að hreinsa stíflaðar svitaholur.
Öflug blanda salisýlsýru og glúkósamíns fjarlægir dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar til að fyrirbyggja frekari myndun fílapensla, en díatómít, bambusduft og vikursteinn skrúbba húðina og færa henni frísklega áferð.
Stearýlglýsýrrhetínat róar húðina og fyllir hana vellíðan.
Ofnæmisprófað. Inniheldur engin ilmefni.
Notkunarleiðbeiningar
Notkun: • Skrúfaðu lokið af og fjarlægðu innsiglið. • Berðu á hreina, þurra húð. • Skrúfaðu lokið aftur á. • Bleyttu húðina til að magna upp hita. Notaðu áhaldið til að nudda í 15–30 sekúndur. Skolaðu síðan húðina.