Vörulýsing
Þessi verðlaunaði farðagrunnur er hin fullkomna blanda af förðunar- og húðvöru. Með fisléttri og ofurmjúkri áferð rennur formúlan yfir húðina og skilur eftir lag á yfirborði húðarinnar sem fyllir upp í og fínar línur, hrukkur og húðholur. Fislétt áferðin tryggir að húðin sé ekki ofhlaðin og getur andað. Með sléttari, rakameiri og jafnari húð verður farðaásetningin enn auðveldari og lýtalausari ásýndar. Hægt er að nota farðagruninn einan og sér eða blanda honum út í farðann þinn fyrir fljótlega og auðvelda ásetningu. Birtist í „The Anti-Ageing Beauty Bible“.
Allar húðgerðir
Stærð: 15 ml
Berðu farðagrunninn á með fingrum eða farðabursta með áherslu á tiltekin svæði. Notaðu farðagrunninn einan og sér eða blandaðu honum saman við farða.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.