Vörulýsing
Djúphreinsandi hársápa sem inniheldur endurnærandi steinefnasölt og styrkjandi kísil úr jarðsjó Bláa Lónsins. Sefar og kemur jafnvægi á þurran, ertan og viðkvæman hársvörð.
Silica Purifying Shampoo er sefandi hársápa með geláferð sem hreinsar og hjálpar þurrum og ertum hársverði. Þessi meðferðarhársápa er notuð í Lækningalind Bláa Lónsins en þar hefur verið boðið upp á náttúrulega og áhrifaríka meðferð við sóríasis síðan 1994.
– Geláferð
– Hentar þurrum, mjög þurrum og viðkvæmum húðgerðum
– Prófað af húðlæknum
– Án ilmefna
– Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
Lykilefni:
STEINEFNASÖLT BLÁA LÓNSINS sefa og endurnæra húðina.
KÍSILL BLÁA LÓNSINS styrkir og verndar húðina, styrkir varnarlag hennar og hjálpar húðinni að halda raka.
Notkunarleiðbeiningar
Notaðu Silica Purifying Shampoo 2-3 sinnum í viku, í einn mánuð. Þar á eftir skaltu nota það 1 sinni í viku sem fyrirbyggjandi meðferð.
– Forðastu snertingu við augu.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.