Vörulýsing
Kraftmikið andlitsserum sem vinnur gegn öldrunarmerkjum húðar og styður við heilbrigði hennar. Öflug formúla sem inniheldur einstaka samsetningu lífvirkra innihaldsefna sem stuðla að auknum raka, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens, jafnar húðtón. Auk þess að verja húðina gegn umhverfismengun með andoxunarvirkni. Regluleg notkun dregur úr sýnileika fínna lína og hrukkna, húðin verður heilbrigðari og fær bjartara yfirbragð. Virkni knúin áfram af okkar einstaka BL+COMPLEX
Húðin verður sterkari, þéttari og fær mikinn raka djúpt niður í húðlögin. Sýnileiki fínna lína og hrukkna minnkar auk þess sem húðin verður heilbrigðari og ljómandi.
Létt og fíngerð áferð
Prófað af húðlæknum
Olíulaust
Án ilmefna
Stíflar ekki svitaholur (e. non-comedogenic)
Rekjanleg innihaldsefni valin af ábyrgð
Hentar öllum húðgerðum og grænkerum
Lykilefni:
BL+ COMPLEX örvar nýmyndun kollagens, dregur úr niðurbroti kollagens og styrkir varnarlag húðarinnar. Við hönnun á BL+ COMPLEX er notuð náttúruleg fosfólípíðferja til þess að koma einstakri blöndu af einkaleyfisvörðum örþörungum og kísil Bláa Lónsins djúpt niður í húðlögin til að hámarka virkni. Einstakt innihaldsefni á heimsvísu sem finnst einungis í BL+ húðvörulínunni.
JARÐSJÓR BLÁA LÓNSINS endurnærir húðina með nauðsynlegum steinefnasöltum og eykur þannig heildarvirkni formúlunnar.
C-VÍTAMÍN gefur húðinni bjartari yfirbragð, hefur kröftuga andoxunarvirkni og hlutleysir sindurefni.
ÞRJÁR GERÐIR HÝALÚRÓNSÝRA tryggja rakagjöf niður í dýpstu húðlögin.
Notkunarleiðbeiningar
Notið kvölds og morgna, eftir hreinsun, á andlit og háls.
Setjið 4-6 dropa af seruminu á fingurgóma og þrýstið létt inn í húðina.
Nýtið allt umfram serum á hálsinn og berið á með léttum strokum upp á við.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.