Sápubrúnir hafa svo sannarlega verið mikið HYPE síðustu árin og átti því Gosh Copenhagen Brow Lift Lamination gelið svo sannarlega heima í HYPE Beautyboxinu.
Eins og vanir Beautyboxarar vita þá finnst okkur fátt skemmtilegra en að kynna fyrir ykkur ný merki með Beautyboxinu okkar en Gosh Copenhagen er svo sannarlega ekki glænýtt merki á íslenskum markaði, en hefur verið að gefa út framúrskarandi og spennandi nýjungar síðustu árin af miklum krafti og því kom ekki annað til mála en að taka það inn til okkar.
Sápubrúnir eða Soap Brows er trend sem snýst um að greiða augabrúnirnar upp til þess að lyfta og stækka augnsvæðið, gefa augabrúnunum meira umfang og opna augun. Til að byrja með þá voru snyrtivörugúrúar að nota sápu til þess að halda augabrúnunum uppi. Þá var greiða bleytt, nudduð upp úr sápunni og dregin í gegnum augabrúnirnar. Aftur á móti þá mælum við seint með því að nota sápu í þessum tilgangi, og ástæðan fyrir því er einföld. PH gildi húðarinnar er vanalega um 5, en PH gildi sápustykkis er um 9-10. Það er að sjálfsögðu í lagi að nota sápu í sturtu og til að þrífa á sér hendurnar, en við mælum ekki með því að bera sápu á andlitið og láta hana vera þar allan daginn. Það er einfaldlega áskrift á útbrot, bólur og annað vesen.
Sniðug vörumerki hafa keppst við að búa til hina fullkomnu vöru sem nær sama haldi og sápan gerir, og getum við með sanni sagt að Gosh Brow Lamination gelið hefur það eitt allra besta hald sem við höfum prófað. Augabrúnirnar einfaldlega haggast ekki allan daginn. Það sem gelið hefur líka fram yfir margar vörur í sama flokki er að það er ofnæmisprófað og inniheldur til dæmis engan kókos. Það eru ekki allir sem vita þetta en kókos er hátt í nikkeli, sem dæmi ef þú ert með nikkel fæðuofnæmi þá er mælt með því að þú forðist vörur úr kókoshnetum, svo sem kókosmjólk, kókosflögur osfv. Þegar ein í Beautybox teyminu greindist með nikkel ofnæmi á háu stigi þá sáum við svart á hvítu að ef að hún notaði augabrúnagel sem innihélt kókos, þá fékk hún ofnæmi í kringum augun. Ef þú ert ekki með nikkelofnæmi þá er kókosolían og kókosinn alls ekkert sem að þú þarft að forðast eða vara þig á en ef að þú ert með nikkelofnæmi, þá er þetta klárlega augabrúnagelið fyrir þig.
Augabrúnagelið er hvítt, en það verður glært um leið og þú berð það á þig. Greiddu því í gegnum augabrúnirnar upp á við og opnaðu svo lokið þar sem leynast 2 aðrir burstar sem þú getur notað til þess að greiða augabrúnirnar og mótað þær eins og þú vilt. Gosh Copenhagen býður líka upp á 2 liti af þessu frábæra augabrúnageli.
Gosh augabrúnavörur
Gosh Copenhagen er danskt snyrtivörumerki og fjölskyldufyrirtæki (við elskum þau) og fer öll framleiðsla og vöruþróun fram í Danmörku. Vörurnar frá Gosh eru ekki prófaðar á dýrum og fer vegan úrvalið þeirra ört vaxandi. Það sem gerir þau einnig framúrskarandi er að vörurnar þeirra eru ofnæmisprófaðar og með svokallað „Allergy Certification“. Allt þetta – og vörurnar eru á frábæru verði líka!
Sýnikennsla
Hér fyrir neðan má horfa á sýnikennsluna með Sif Bachmann sem fór yfir vörurnar í HYPE Beautyboxinu með okkur. Afsláttarkóðinn HYPE veitir 20% afslátt af vörunum í boxinu, þar til næsta box kemur út.