Ef það var eitthvað í BÚST! Beautyboxinu sem allir geta notað þessa dagana þá var það Mádara ANTI handsprittið. Handspritt er svo sem ekki mest spennandi snyrtivara í heiminum, en hey – sú allra nauðsynlegasta þessa dagana og á svo sannarlega við. Mádara gaf út ANTI línuna fyrr á árinu til að svara eftirspurn eftir lífrænum hreinsivörum og mælum við svo sannarlega með því að skoða þær.
En okkur fannst þetta einmitt líka tilvalið tækifæri til þess að kynna Mádara betur fyrir ykkur, því merkið má svo sannarlega fá meiri athygli. Það sem gerir Mádara vörurnar einstakar er að þær eru sérstaklega hannaðar fyrir norræna húð sem á það oft sameiginlegt að berjast við hitabreytingar og mikinn kulda. Í þúsundir ára hefur norðanvindurinn mótað umhverfi okkar og hefur veðráttan hefur mótað plönturnar á þann hátt að þær þola hvað sem er og liggur það djúpt í rótunum. Þessar plöntur eru meginkjarni Mádara.
Allar vörurnar frá Mádara eru einnig með Ecocert vottun, sem þýðir að þær eru framleiddar úr lífrænt vottuðum jurtum ásamt því að vera einstaklega hreinar. Mádara einfaldar líka ofnæmispésunum valið því vörurnar eru vel merktar og flokkaðar og er hægt að sjá hjá okkur hvaða vörur eru lausar við hnetur og glúten fyrir þau sem þurfa að forðast þau efni. Vörurnar eru ekki pófaðar á dýrum og eru þær flest allar vegan . Mádara vörurnar eru því algjör perla sem mega svo sannarlega fá meiri athygli.
Við vorum einnig að taka inn nýja línu frá Mádara fyrir bóluhúð en hún samanstendur af 2 vörum – Acne Acute Spot Roll on sem inniheldur 2% Salicylic sýru og er borin beint á bólurnar og Acne Intens Blemis % Pore Treatment sem er borið á alla húðina kvölds og/eða morgna á undan rakakremi. Hægt er að nota seinni vöruna sem 6 vikna meðferð eða bæta henni inn í húðrútínuna til lengri tíma.
Við mælum svo sannarlega með því að kíkja á þessar dásemda vörur.
Allt frá MÁDARA getur þú séð HÉR.