Við viljum byrja á að nota tækifærið til að þakka ykkur innilega fyrir viðskiptin á árinu – þvílíkt sem við erum heppin með viðskiptavini og það er svo ótrúlega gaman að sjá ykkur loksins þegar þið komið að sækja pantanir til okkar. Verslunin okkar er aðeins á eftir áætlun, en við stefnum á almennilega opnun í janúar þrátt fyrir að það sé hægt að heimsækja okkur og versla á staðnum nú þegar.
En Jóla Beautyboxið 2019 kom út fyrir rúmri viku síðan og erum við svo ótrúlega stolt af því og spennt að segja ykkur frá og kenna ykkur á vörurnar. Að vana kemur blogg með hverri vöru á næstu viku og förum við einnig ýtarlega yfir þær í Instagram og Facebook story og mælum við því með að fylgjast vel með.
Í Jóla Beautyboxinu voru eftirfarandi vörur:
Estée Lauder Advanced Night Repair


Ójá! Lúxusprufa af mest selda serumi í HEIMINUM var í boxinu okkar og við gætum eiginlega ekki verið stoltari af því. En á hverri mínútu seljast 5 stk af Advanced Night Repair seruminu sem einnig hefur unnið til yfir 150 verðlauna, og segir það eiginlega allt sem segja þarf.
Mádara Daily Defence


Mádara vörurnar eru einstaklega dásamlegar lífrænar vörur sem eru lausar við skaðlaus innihaldsefni og er merkið einnig framúrskarandi umhverfisvænt og er túpan sem að kremið kemur í t.d. búið til úr plöntu plasti og er því 100% niðurbrjótanlegt í náttúrunni.
Í boxinu leyndist Daily Defense töfrakremið sem okkur finnst allt of fáir vita af. Kremið ver húðina þar sem loftslagið er þurrt og kalt og hentar á allan líkamann og fyrir allan aldur. Við mælum sérstaklega með því að nota það á og er það á þurrar varir, hendurnar, naglaböndin, þurra hæla, olnbogana.
Nip+Fab Tan Booster


NIP+FAB hefur nýlega gefið út brúnkuvörur á mjög góðu verði og mælum við með því að þið kynnið ykkur þær hjá okkur – https://beautybox.is/nipfab/
En Tan Boosterinn er alveg ótrúlega sniðug vara þar sem þú getur stjórnað því svolítið hversu mikla brúnku þú færð úr henni og það strax.
Becca Glow Gloss í litnum Rose Gold


Við elskum BECCA og við vitum að þið gerið það líka og þess vegna finnst okkur alltaf jafn gaman að hafa vöru frá þeim í boxinu okkar. Glow Gloss er æðislegur gloss sem er ekki bara fallegur heldur nærandi líka.
Liturinn Rose Gold er líka ótrúlega hátíðlegur og þrátt fyrir að við viðurkennum að við höfðum smá efasemdir um litinn til að byrja með þá er hann einfaldlega frábær. Hann fer einhvernvegin öllum að okkar mati. Einnig er hægt að nota hann yfir varaliti, mælum með rauðum, til þess að fá fallegan ljómandi blæ yfir varirnar.
Glow Glossarnir koma í 10 fallegum litum.
STylPro Bursti


Að sjálfsögðu leyndist svo súkkulaði í boxinu Lindt súkkulaði kúla eins og hefur verið í öllum Jóla Beautyboxunum okkar.
Við vonum innilega að þið hafið verið ánægð með Jóla Beautyboxið ykkar 🙂 Næsta box kemur út í byrjun mars og verður það heldur betur spennandi 😉
Gleðileg Jól
Hæ hæ
Ég finn ekki hvar ég get klikkað á til að kaupa jólaboxið er það uppselt
Hæhæ já það seldist upp á rúmum 30 tímum 🙂 mæli með að vera á póstlistanum okkar til þess að missa ekki af næsta boxi sem kemur út í byrjun mars.