Förðun með StylPro burstasettinu

Í sýnikennslu vikunnar sýni ég hvernig hægt er að nota nýja fallega burstasettið frá Stylpro. Burstasettið inniheldur átta bursta, fullkomið bæði sem byrjunarsett eða viðbót í burstasafnið.

Mér finnst ávallt mikilvægt að undirbúa húðina vel fyrir hverja förðun og byrjaði ég því á að nota My Clarins Mattifying Cream, dagkrem sem gefur húðinni góðan raka og matta áferð. Æðislegt krem fyrir ójafna húð.

Næst ákvað ég að nota farðagrunn frá Skyn Iceland, Pure Pore Minimizer, til að jafna út svitaholur og húðholur. Þennan grunn notaði ég aðeins yfir T-svæðið á Láru.

Gott er að hafa í huga að það þarf ekki alltaf að nota farðagrunna yfir allt andlitið, stundum þarf bara aðeins að slétta yfirborðið til dæmis á nefinu og þá getur verið nóg að setja farðagrunn sem fyllir í húðholur aðeins yfir nefið.

Farðinn sem ég valdi var Skin Love frá Becca, ég notaði litinn Linen á Láru. Þessi litur er fullkominn fyrir ljósa húð. Burstinn sem ég notaði í farðann er G104 Buffing Brush úr Stylpro burstasettinu, þessi bursti er flatur, þéttur og ótrúlega mjúkur. Fullkominn bursti til að stimpla farða á og vinna hann vel inn í húðina án þess að fá strokur eftir burstann. Hyljarinn sem ég valdi er einnig frá Becca og heitir Aqua Luminous Perfecting Concealer. Ég notaði litinn Porcelain sem hentar einnig mjög vel fyrir ljósa húð. Burstinn sem ég notaði í hyljarann er G108 Shadow Brush, ég valdi að nota augnskugga burstann í stað þess sem er ætlað í hyljara vegna þess að augnskugga burstinn er styttri og mýkri. Burstinn hentar því fullkomlega í léttan hyljara eins og þann sem ég notaði. Þessi bursti veitir einnig mjúka blöndun á hyljaranum og skilur ekki eftir sig neinar strokur.

Til að skyggja andlitið notaði ég Bobbi Brown Stick Foundation í litnum Honey, ég notaði þennan farða með G105 Contour Brush úr Stylpro settinu. Burstinn er fullkominn til þess að móta andlitið, gott er að stimpla farðanum undir kinnbein, kjálka og á ennið með þessum bursta. Dreifa svo örlítið úr skyggingunni og fara svo aftur yfir með farðaburstanum til að blanda öllu vel saman.

Ég ákvað að nota krem kinnalit, Becca Beach Tint í litnum Guava, fallegur ferskjubleikur kinnalitur. Ég stimplaði honum á með G104 Buffing Brush, sama bursta og ég notaði í farðann.

Því næst notaði ég G103 Powder Brush og Becca Soft Light Blurring Powder Golden Hour til að setja farðann. Þessi púður bursti er dúnmjúkur og hentar vel í púður til að setja yfir allt andlitið, sólarpúður og kinnlit.

Ég notaði svo sama bursta í Bobbi Brown Shimmerbrick í litnum Bronze. Þetta sólarpúður virkar einnig sem ljómapúður og kinnalitur þegar öllum litunum er blandað saman, sem er einmitt það sem ég gerði. Einnig er mjög fallegt að nota þessa liti sem augnskugga.

Ég vildi hafa mjög látlaus augu og notaði Bobbi Brown Shimmer Wash augnskuggann í litnum Stone. Augnskuggann notaði ég með G109 Smudge Brush, stuttur og mjúkur bursti sem hentar einstaklega vel til þess að setja augnskugga alveg upp að augnháralínu. Maskarinn Max Factor Rise and Shine varð fyrir valinu, þessi maskari þykkir og lengir augnhárin. Ég valdi augnhárin Eylure Fluttery N 177 og klippti þau aðeins til til þess að láta þau gefa mér meira „cateye“ útlit. Það er alltaf hægt að klippa augnhár til til að láta þau henta hverjum og einum sem best. Síðast notaði ég svo G104 Concealer Brush og ljósasta litinn í Shimmerbrick frá Bobbi Brown til þess að gefa ljóma í innri augnkrók og á augnlokið sjálft þar sem ég setti ekki augnskuggann.

Til að gera augabrúnirnar náttúrulega mótaðar notaði ég Rimmel Augabrúnagel og Estée Lauder augabrúnapenna. Ég byrjaði á því að greiða augabrúnahárin upp með gelinu og svo notaði ég aðeins púðrið í augabrúnablýantinum. Púðrið notaði ég með G110 Brow Brush úr Stylpro settinu, skáskorinn bursti sem gerði mér kleift að búa til hár þar sem mér fannst vanta í augabrúnirnar.

Á varirnar notaði ég Becca Ultimate Lip Definer í litnum Vacation og Bobbi Brown Luxe Matte Lip Color í litnum Semi-Naked.

Módel: Lára Lind Davíðsdóttir

Vörur

10.590 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
11.730 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

Hægt er að fylgjast með Ingunni hér:https://www.instagram.com/ingunnsig_makeup_hair/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *