Í sýnikennslu vikunnar fórum við ítarlega í blautan eyeliner.
Það er mikilvægt að nota augnskuggagrunn áður en þú setur eyeliner. Þá sérstaklega ef þú ert með olíukennd augnlok, annars getur augnförðunin farið að renna til. Augnskuggagrunnurinn sem við notuðum var Sensai Eye Lid Base, hann veitir ljóma og passar að augnförðunin haldist falleg.
Eyelinerinn sem við völdum var svo Sensai Liquid Eyeliner í svörtum lit. Þessi eyeliner penni er einstaklega góður þar sem burstinn er mjúkur og beygist með húðinni. Gott er að hafa í huga að nota léttar hreyfingar og gera stuttar strokur í einu þegar við gerum eyeliner. Munið einnig að horfa upp inn á milli skrefa til þess að sjá hvernig eyelinerinn lítur út þegar þið eruð með alveg opin augun.
Falleg fyrir
Falleg eftir
Það sem ég elska við þennan eyeliner penna frá Sensai er að hann þornar ekki fljótt og brotnar ekki á húðinni, sem er einstaklega þæginlegt ef það þarf að laga eitthvað við lögunina á eyelinernum þá er það lítið mál eftir á.
Sensai Liquid Eyeliner
Eyelinerinn kemur í 2 litum og kostar 5.600 kr og það sniðuga við hann er þegar það þarf að endurnýja þá er hægt að kaupa fyllingu í hann sem kostar 2.400 kr í stað þess að kaupa nýjan.
Eyenlinerinn: https://beautybox.is/verslun/sensai-liquid-eyeliner-afylling-fleiri-litir/
Fyllingin: https://beautybox.is/verslun/sensai-liquid-eyeliner-afylling-fleiri-litir/
Við byrjuðum á því að gera örþunna línu alveg frá innri augnkrók og meðfram augnháralínunni, ég fer ekki alveg í endann á ytri augnkrók heldur stoppa aðeins fyrr. Ef augnlokið ykkar leitar niður á við í ytri augnkrók er gott að hafa í huga að stoppa fyrr og byrja vænginn lengra inn á augnlokinu.
- Við byrjum á því að gera örþunna línu alveg frá innri augnkrók og meðfram augnháralínu
2. Næst gerum við vænginn, fylgjum neðri vatnslínu og gott er að reyna nota endann á pennanum í þetta skref til að fá þunna línu
3. Tengjum vænginn við línuna á augnlokinu en förum aðeins að næstum hálfu augnlokinu, þá verður eyelinerinn ekki of þykkur yfir augnlokið sjálft
Sumum augnumgjörðum fer betur að byrja með eyelinerinn á miðju auganu en ekki draga hann alla leið í innri augnkrók. Sniðugt er að prófa báðar útfærslur til að sjá hvor fer augnlaginu þínu betur.
Þegar við gerum vænginn þá fylgjum við neðri vatnslínu en ekki efri augnháralínu, þá fáum við meiri lyftingu á augað.
Nokkur ráð til að auðvelda útfærslu vængsins:
– Setja límband undir til að koma í veg fyrir að fara of neðarlega með vænginn
– Nota ljósan augnblýant og teikna línu út frá ytri augnkrók og láta hann liggja eins og neðri vatnslínan liggur, hægt er að nota ljósa litinn sem viðmið þegar vængurinn er gerður með dökkum eyeliner
Fallegt er að nota augnhár sem eru lengri í ytri endann og ýkja þar með vænginn. Einnig er hægt að nota stök augnhár og raða þá lengri augnhárum á ytri augnháralínu.
Ef eitthvað fer úrskeiðis, ekki örvænta. Notaðu augnhreinsi á skáskornum bursta, eða einhverjum stífum bursta, og lagaðu eyelinerinn. Þetta ráð hentar vel ef vængurinn er of þykkur eða of neðarlega. Einnig ef eyelinerinn er of þykkur á miðju augnloki, en þá þarf að hafa í huga að ef þú ert með augnskugga þá gæti hann þurrkast út með og það gæti þurft að laga hann eftir á.
Hægt er að leika sér með mismunandi lengd á vængnum og þykkt á eyeliner.
Það er engin ein regla þegar kemur að förðun en vona að þessi kennsla komi að gagni.
Takk fyrir að horfa og lesa.
Módel: Helga Hafstað
Insta: https://www.instagram.com/helgahafstad/