Brúðarförðun Vol II – sýnikennsla og ráð

Í nýjustu sýnikennslunni okkar sýnir Ingunn Sig brúðarförðun á Marín Möndu sem var algjör hetja að mæta til okkar 2 vikum fyrir settan dag.

Það er einstaklega mikilvægt að undirbúa húðina vel og nota góð krem fyrir stóra daginn. Ég notaði L’oréal Age Perfect Cell Renaissance dagkremið. Þetta krem veitir húðinni góðan raka, ver húðina gegn skaðvöldum úr umhverfinu og dregur úr sýnileika öldrunar. Næst notaði ég augnkremið Smart Antioxidants Anti-Fatigue Eye Rescue Cream frá Mádara. Augnkremið birtir upp augnsvæðið og veitir því raka. Það er gott að leyfa kremunum að fara vel inn í húðina áður en við hefjumst handa á förðuninni.

 

Ég notaði farðagrunn frá Estée Lauder, The Smoother Universal Perfecting Primer, sem gefur silkimjúka áferð en er léttur á húðinni. Farðinn sem ég valdi var Estée Lauder Double Wear, ég blandaði saman litunum Dawn og Pebble til að fá réttan tón fyrir Marín Möndu. Þessi farði gefur góða þekju en veitir samt sem áður náttúrulega áferð. Hann jafnar út húðholur og fínar línur, bráðnar ekki af né smitast í föt sem er mikilvægt á stóra deginum.

Til að leiðrétta brúnan/gráan tón undir augunum hennar Marín notaði ég Bobbi Brown Intensive Skin Serum Corrector í litnum Porcelain Peach og svo örlítið af Bobbi Brown Concealer Kit hyljaranum í litnum Warm Ivory. Ég notaði hyljarann til að birta upp andlitið, á mitt ennið, hökuna og rétt undir augun en ekki eins ofarlega og notaði serumið. Til að skyggja andlitið og móta það betur notaði ég svo Rimmel Insta Duo Contour Stick í litnum Medium. Ég notaði dökka litinn á stiftinu undir kinnbeinin, undir kjálkan og á ennið upp við hárlínuna. Þetta gefur okkur fallega náttúrulega skyggingu. Því næst notaði ég ljómakrem á kinnbeinin, nefbein og efst á efri vörina. Ljómakremið sem ég notaði var Becca Shimmering Skin Perfector Liquid í litnum Opal.

Mikilvægt er að setja farðann með góðu púðri til þess að farðinn endist enn betur. Ég notaði Estée Lauder Perfecting Loose Powder Translucent, olíulaust púður sem gefur fallega mjúka áferð, en ekki púðuráferð. Til að setja skygginguna notaði ég svo Estée Lauder Golden Goddess sólarpúður í litnum Light. Ég dúmpa burstanum en strýk honum ekki til þess að hreyfa ekkert við kremvörunum undir.

 

Til að undirbúa augun notaði ég Estée Lauder Double Wear Stay In Place Eyeshadow Base, þessi augnskuggagrunnur jafnar litinn á augnlokinu og hjálpar augnförðuninni að endast betur. Á augun notaði ég Becca Ombre Rouge pallettuna sem inniheldur fimm klassíska matta liti.

Ég byrjaði á því að nota lit nr 2 yfir allt augnlokið, Marín er með þung augnlok (hooded) en þennan lit tók ég nánast upp að augabrún. Næst notaði ég lit nr 3 á ytri augnkrók og vel í glóbus línu. Síðast notaði ég svo lit nr 5 með þéttum bursta, Real Techniques Smudge Brush, við ytri augnháralínuna og aðeins upp en ekki alveg að glóbus línu. Til að skerpa augnumgjörðina notaði ég Estée Lauder Double Wear Stay In Place Eye Pencil í litnum Coffee. Dreifði svo úr honum með Real Techniques Precision Smudge Brush og setti hann einnig í neðri vatnslínu. Ég vildi skerpa enn frekar á efri augnháralínu og notaði því svartan gel eyeliner frá Bobbi Brown á ytri efri augnháralínu og örþunna línu við innri augnkrók.

 

Til að opna augun raðaði ég stökum augnhárum frá Eylure  og svo vel af maskara.

Síðast notaði ég svo ljósan kremaugnskugga frá Bobbi Brown, Long Wear Cream Shadow Stick í litnum Golden Pink, í innri augnkrók til að birta örlítið upp augun.

 

Ég mótaði augabrúnirnar með Estée Lauder The Brow Multitasker í litnum Brunette og á varirnar notaði ég Becca Ultimate Lip Definer í litnum Pouty og Estée Lauder Blooming Lip Balm í litnum Envy. Síðast en ekki síst spreyjaði ég Smashbox Primer Water og notaði sem setting sprey fyrir förðunina.

Hár

Vörur

10.990 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
7.310 kr.
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page

AUkahlutir

Hárvörur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *