Vörulýsing
Vatnskenndur skrúbbur sem hreinsar húðina. Hentar vel fyrir sterka, olíumikla húð. Húðin verður hreinni, bjartari og sléttari. Húðin fær léttan og fallegan ljóma og farðinn endist betur á húðinni. Hjálpar einnig rakanum að komast betur inní húðina. Áferð húðarinnar verður jafnari sem og húðliturinn. Auðvelt að hreinsa af húðinni.
Notkunarleiðbeiningar
Bleytið hreint andlitið létt með vatni, notið fingurgómana til þess að bera skrúbbinn á andlitið og nuddið létt í hringlaga hreyfingar. Forðist augnsvæði og varir. Hreinsið af. Forðist að nota skrúbbinn á húð sem er opin, t.d. á sár eftir bólur.