Vörulýsing
BL+ THE CREAM LIGHT: Létt og áhrifaríkt andlitskrem þróað til að gefa húðinni langvarandi raka, koma á jafnvægi og draga úr sýnileika fínna lína.
BL+ THE SERUM: Öflug formúla sem gefur húðinni góðan raka og bjartara yfirbragð, ásamt því að draga úr öldrunareinkennum húðar.
BL+ EYE SERUM: Áhrifaríkt augnserum sem veitir öflugan raka, vinnur á fínum línum og dregur úr einkennum þreytu og þrota á viðkvæmu augnsvæðinu.
BL+ EYE CREAM: Háþróað augnkrem sem sléttir, þéttir og verndar viðkvæmt augnsvæðið. Silkimjúkt og nærandi krem sem gengur hratt inn í húðina og veitir endurnýjað og ljómandi yfirbragð.
SILICA MUD MASK: Hinn margrómaði hvíti andlitsmaski sem djúphreinsar og styrkir húðina. Gefur frísklegt yfirbragð og dregur úr sýnileika svitahola.
Notkunarleiðbeiningar
Morgna og kvölds: Berið BL+ The Serum á hreina húð, fylgdu á eftir með BL+ The Cream Light. Rúllaðu BL+ Eye Serum í kringum augun og fylgdu á eftir með BL+ Eye Cream. 1-2svar í viku: Berið Silica Mud Mask ríkulega jafnt á hreina húð.
Forðist augnsvæðið. Látið bíða á húðinni í 5-10 mínútur. Skolið af með volgu vatni.













Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.