Vörulýsing
„Ávanabindandi“ „Ótrúlegt“ „Guðdómlegt“ … þetta ilmvatn er vinsælasti ilmurinn frá Sisley Paris. Ilmvatnið er hannað til að þroskast bæði á húð og í á hári, en þannig helst ilmurinn lengur. Hár- og líkamsilmurinn er ferskur og fínlegur og smýgur strax inn í húð of hár, sem skilur eftir sig endingargóðan ilm.
Fáguð og áhrifamikil ilmslóð þess endurnýjast við hverja hreyfingu. Fyrstu lyktartónar ilmvatnsins eru ferskir og kraftmiklir, sítrusávextir í bland við sítrónu, járnurt og lofnarblóm, sem færist yfir í mímósu og ilmjurtarstreng sem hulin er viðarkenndum trjákvoðugrunni. Hægt er að nota þennan persónulega, látlausa hár- og líkamsilm fyrir öll kyn einan og sér eða til að fríska upp á og undirstrika annan ilm, án þess að hann verði of yfirþyrmandi. Ilmurinn er fínlegur en segulmagnaður og heillar jafnt þann sem ber hann og þau sem eru nærri. Og yndisleg áhrif hans staldra aðeins við um stund.
Fyrstu tónar: Sítróna, lofnarblóm, járnurt
Miðtónar: Mímósa, ilmjurtarstrengur
Grunntónar: Viðarkenndur trjákvoðustrengur
Notkunarleiðbeiningar
Endaðu snyrtirútínuna á því að spreyja hár- og líkamsilminum yfir húðina og hárið, eða í hárburstann þinn, áður en þú mótar hárið til að fríska upp á ilminn út daginn.















Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.