Nú hefur dásamlega franska hágæða merkið Sisley Paris verið hjá okkur í rúmt ár og algjörlega fangað okkar snyrtivöru hjarta. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að vörurnar eru langt frá því að vera þær ódýrustu en góðar eru þær og því er svo frábært að fá vörur frá þeim í Leyniperlu Beautyboxið okkar til að leyfa ykkur að upplifa þessi gæði.
Í Leyniperlu Beautyboxinu leyndist eitt af mínum uppáhalds kremum frá Sisley Paris Velvet Nourishing kremið sem ilmar svo dásamlega að ég stend mig að því að þefa af efri vörunni minni þegar ég er komin upp í rúm. En það er nú ekki bara ástæðan fyrir því að við fengum þetta frábæra krem í Leyniperlu Beautyboxið heldur er það út af því að þegar maður finnur svona frábært krem, þá langar manni að leyfa fleirum að prófa það.
Það sem gerir Sisley Paris svona einstakt er að þau vinna einstaklega mikið með hráefni úr plöntum, þú finnur kannski ekki hin algengustu „tísku“ innihaldsefni í vörunum, en þú finnur hágæða hráefni úr plöntuheiminum sem búa yfir einstökum húðbætandi eiginleikum og innihalda húðbætandi vítamín og efni. Þú finnur kannski ekki „níasínamíð“ í innihaldsefnalistanum, en þú finnur kannski plöntur sem eru ríkar af B3, sem er betur þekkt sem níasínamíð.
Velvet Nourishing kremið inniheldur lífræn saffran blóm. Margir kannast við saffran sem dýrasta krydd í heiminum en kryddið er unnið úr rauðu stilkunum sem vaxa á blómunum sjálfum, kremið inniheldur aftur á móti seyði sem unnið er úr blómunum sjálfum. Lífræna saffran blómið býr yfir sterkum eiginleikum til þess að róa og sefa húðina. Kremið inniheldur einnig japanska læknalilju sem að kemur jafnvægi á lípíð í húðinni og virkjar náttúrulegt næringarkerfi húðarinnar til að bæta upp skort á lípíðum. En lípíð eru stór flokkur fituefna sem geta aðstoðað húðina við að berjast gegn gegn veirum, bakteríum og sveppum. Þannig veitir kremið góðan og langvarandi raka og bætir upp fyrir rakatap, ásamt því að vernda húðina.
Á innihaldsefnalistanum eru einnig bókhveitifræ, shea smjör, ómega olíur 6,7 og 9 og padína þari. Saman vinna öll þessi flottu innihaldssefni að því að styrkja húðina og vinna með náttúrulegri hringrás húðarinnar dag og nótt. Kremið má nota bæði kvölds og morgna og við mælum með því fyrir þurrari húðgerðir, en olíukenndari húðgerðir geta notað kremið sem næturkrem.
Sjálf hef ég farið í gegnum tvær krukkur af þessu kremi á því ári sem að við höfum haft merkið. Á tímabili var ég að glíma við mikinn þurrk í húðini vegna lyfseðilskyldra húðlyfja og átti við það vandamál að stríða að húðin flagnaði svo mikið að ekkert vildi haldast á henni (ekki einu sinni efsta húðlagið!). Velvet kremið er eitt tveggja rakakrema sem að virkaði á þennan svakalega þurrk í húðinni minni og fékk þar með sæti við hliðina á hinu víðfræga Creme de La Mer sem hefur einnig bjargað mér í miklum þurrk. Nú þegar ég er ekki lengur á húðlyfinu og húðin er í betra jafnvægi þá finnst mér dásamlegt að nota það sem næturkrem til að viðhalda góðu rakastigi í húðinni og næra húðina yfir nóttina.
Ég mæli því með að prófa kremið, upplifa þægindin sem það gefur húðinni og þefa svo af efri vörinni þegar þið eruð komin upp í rúm. Ef þið hafið áhuga á því að lesa meira um sögu Sisley Paris þá skrifuðum við um hana í fyrra þegar Black Rose maskinn var í HYPE Beautyboxinu, við mælum ég með að smella HÉR
Afsláttarkóðinn PERLA gefur 20% afslátt af vörunum í Leyniperlu Beautyboxinu út júní 2024.