Vörulýsing
Skin Gloss Body Oil er einstaklega nærandi líkamsolía sem fer hratt inn í húðina. Húðin fær fallegan ljóma, djúpan raka og mikla mýkt. Þessir gullnu dropar eru auðgaðir með hreinum, náttúrulegum og lífrænum olíum úr möndlum, jojoba, ólífum, repju og sólblómum.
Olían inniheldur Omega 3, 6 og 9 sem þekktar eru fyrir róandi, nærandi og styrkjandi eiginleika.
Omega fitusýrurnar gegna því mikilvæga hlutverki að viðhalda teygjanleika húðarinnar, mýkt hennar og veita húðinni mikinn raka.
Squalane frá evrópskum ólífum gefur bæði náttúrulegan raka og fitu sem gerir húðina silkimjúka.
Brúnþörungaþykkni stuðlar að því að viðhalda teygjanleika og mýkt húðarinnar.
Olían inniheldur einnig brúnþörungaþykkni og E-vítamín sem eru afar rík af andoxunarefnum og vinna saman að því að verja húðina gegn sindurefnum.
Auk þess vinnur brúnþörungaþykknin að því að viðhalda teygjanleika og mýkt húðarinnar.
Olían er 100% vegan. Allar Bodyologist vörurnar eru með pH-gildi frá 4,85-5,5. Til að viðhalda heilbrigðri og eðlilegri virkni húðþröskuldar ætti pH að vera um 5, sem er örlítið súrt, þannig að húðvörur ættu að hafa svipað pH-gildi.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu Skin Gloss líkamsolíuna á annað hvort raka eða þurra húð. Hægt er að nota olíuna eina og sér eða blanda saman við Bodyologist serumið eða kremin fyrir sérstaklega mikinn raka.
Skin Gloss Body Oil er margnota vara sem er m.a. hægt að blanda saman við andlitskrem, bera á þurr naglabönd og hárenda. Einnig er hægt að setja í baðkarið og nota sem baðolíu.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.