Vörulýsing
Hydra-Global Serum er fyrsta grundvallarskrefið til að styrkja rakavirkni húðarinnar.
Til að efla náttúrulega rakagjöf húðarinnar þá býr serumið yfir 3 einstökum eiginleikum:
1. KRAFTUR SJÁLFVIRKRAR RAKAGJAFAR HÚÐARINNAR Formúlan stuðlar að aukinni rakagjöf og virkar á 3 lykilstig vatnshringrásarinnar með því að nota virk innihaldsefni af náttúrulegum uppruna. Það eykur vatnsforðann en þökk sé gerþykkni úr eyðimerkurlilju frá Mexíkó og fræjum úr jóhannesarbrauðtré þá eykur það magn hýalúrónsýru í húðinni. Það stuðlar að auknu vatnsflæði á milli húðfrumna á yfirborði húðarinnar þökk sé þrenningarfjólu. Það heldur varanlega raka í húðinni. Írisarkjarni verndar nýmyndaða hýalúrónsýru og alpahríma eykur ógegndræpi við yfirborðið.* Húðin verður fyllt raka og stinnari. Húðin verður endurrakafyllt innan frá, fallegri og tilbúin til að standast tímans tönn.
2. ÁNÆGJA VATNSKENNDRAR ÁFERÐAR OG ORKUGEFANDI ILMS Fersk, fínleg og létt áferð sér til þess að þú finnur ekki fyrir formúlunni á húðinni. Serumið gengur strax inn í húðina og strax má fylgja eftir með öðrum húðvörum. Auðkennandi ilmur Hydra-Global-línunnar: ilmkjarnaolíur salvíu, lavender og majóran veita seruminu náttúrulegan ilm.
3. FJÖLMARGIR NOTKUNARMÖGULEIKAR EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM Tilvalin viðbót við allar húðvörur: serumið fullkomnar húðumhirðuna og veitir öllum húðlögum aukinn raka.
Sem hluti af rakagefandi tvennu: Dagleg notkun Hydra-Global andlitskremsins og serumsins hámarkar rakastig húðarinnar. Stíflar ekki húðina. Olíulaust. *Innihaldsefni prófað á rannsóknarstofu.
Ávinningur innihaldsefna
Gerþykkni úr eyðimerkurlilju frá Mexíkó: endurfyllir rakalagið með því að endurvekja nýmyndun hýalúrónsýru í húðinni.
Fræ úr jóhannesarbrauðtré: endurnýjar hýalúrónsýru í yfirborðshúðinni.
Japanskur sedrusviðarkjarni: endurheimtir mýkt húðarinnar.
Þrenningarfjóla: eykur vatnsflæði á yfirborði húðarinnar með því að örvar myndun vatnsrása.
Íris: verndar hýalúrónsýru sem fyllir húðina raka.
Alpahríma: eykur ógegndræpi hornhimnulagsins.
Malakít: styrkir varnir húðarinnar gegn sindurefnum.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu á andlit og háls, kvölds og morgna, á undan öðrum daglegum húðvörum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.