Mádara Sleep and Peel næturserumið sem leyndist í Partý Prepp Beautyboxinu er hin fullkomna vara til þess að undirbúa húðina vel fyrir fallega förðun. Við trúum því að falleg förðun byrji á undirbúningnum, og þegar það er tilefni til þess að vera extra sætur þá er algjörlega þess virði að byrja á húðinni nokkrum dögum áður.
Mádara Sleep and Peel næturserumið er þó ekki bara til þess að nota rétt fyrir partý heldur má nota það að staðaldri 3x í viku eða í 30 daga í röð 2-3x á ári sem meðferð. Serumið inniheldur laktóbíónsýru (lactobionic acid) sem er best hægt að lýsa sem mildari litlu systur ávaxtasýranna. Laktóbíónsýran lyftir upp dauðum húðfrumum og skrúbbar húðina með mildi en einnig gefur hún húðinni raka. Hún er með stærri sameindum en ávaxtasýrurnar og vinnur því aðalega á yfirborði húðarinnar á meðan ávaxtasýrurnar fara neðar. Laktóbíónsýran hentar betur þeim sem eru með viðkvæma húð og er einnig öruggari til þess að nota daglega heldur en margar aðrar sýrur.
Formúlan inniheldur líka fleiri dásamleg innihaldsefni svo sem birkivatnið sem Mádara er frægt fyrir og hýalúronsýru og er því frábær vara fyrir þau sem vilja áhrifaríka vöru, en nenna kannski ekki of mörgum skrefum. Húðin fær fyllingu, verður mýkri og með reglulegri notkun má sjá húðina verða bjartari, jafnari í áferð og litartónn og fínar línur verða minna áberandi. Formúlan vinnur einnig á litabreytingum í húðinni.
Þegar serumið er notað er það borið á hreina húð að kvöldi til. Ef þið hafið tíma, forðist að bera aðrar húðvörur í klukkutíma eftir að serumið er borið á húðina, en þetta mun skila hámarksárangri. Eftir klukkutíma má klára húðrútínuna. Ef þið hafið ekki tíma, þá ekki örvænta, það má líka nota það með öðrum húðvörum. Eins og vanalega þá mælum við alltaf með því að nota sólarvörn daglega, og þá sérstaklega ef notaðar eru virkar vörur eins og Mádara Sleep and Peel næturserumið.