Vörulýsing
Serum til að nota undir krem. Endurvekur hina lýtalausu áferð húðarinnar.
Í PRIME SOLUTION frá SENSAI sameinast hin sérstæðu áhrif Koishimaru-silkisins og tímamótatækninýjung í framleiðslunni og þannig tekst nú að endurvekja húðfrumur sem hafa smám saman lagst í dvala eftir því sem aldurinn færist yfir.
Húðin gengur beinlínis í endurnýjun lífdaga þar sem henni býðst nú einstök vara sem dregur ótrúlega vel úr ummerkjum öldrunar og laðar þannig fram fegrandi áhrif húðarinnar.
Fer niður í neðsta húðlag og bindur inn raka.
Notkunarleiðbeiningar
Notist undir krem, kvölds og morgna.