Vörulýsing
MILK & PEEL BALM er olía í smyrsli sem gefur mjúka djúphreinsun svo húðin verður óaðfinnanlega hrein í aðeins einu skrefi. Hreinsirinn inniheldur sesammjólk sem er þekkt fyrir að mýkja áferð húðarinnar og ensím sem fjarlægja dauðar húðfrumur. Smyrslið, sem inniheldur yfir 40% jurtaolíur, umbreytist í olíu sem bráðnar á húðinni og veitir einstök þægindi.
Endurnærandi MILK & PEEL BALM hreinsirinn:
1. Hreinsar óhreinindi af húðinni sem hafa safnast upp yfir daginn og fjarlægir farða,
2. Djúphreinsar húðina mjúklega og fjarlægir dauðar húðfrumur svo húðin verður mýkri og sléttari,
3. Dregur saman húðholur svo þær verða ógreinilegri.
Dag frá degi verður áferð húðarinnar greinilega fallegri; húðin verður mýkri og líflegri um leið og náttúrulegu rakastigi húðarinnar er viðhaldið. Prófað undir eftirliti húðlækna. Stíflar ekki húðholurnar.
Virk innihaldsefni:
- Sesammjólk (e. sesame milk): Mýkir húðina sýnilega, bætir áferð húðarinnar og viðheldur réttu rakastigi húðar.
- Sólblómaolía (e. Sunflower oil): Þekkt fyrir nærandi eiginleika og kemur í veg fyrir rakaskort í húð.
- Djúphreinsandi ensím (e. Exfoliating enzyme): Endurnærandi áhrif, mýkir, lagfærir áferð og eykur blóðflæði í húð
- 7 jurta seyði (e. 7 herbs complex): Sefandi, rakagefandi, býr yfir andoxunarefnum
- *Tígrisgrasaseyði (e. Centella Asiatica extract)
*Japanssúruseyði (e. Polygonum Cuspidatum extract)
*Scutellaria Baicalensis seyði (e. Scutellaria Baicalensis extract)
*Seyði úr grænu tei (e. Camellia Sinensis (Green Tea) Leaf Extract)
*Lakkrísrótarseyði (e. Glycyrrhiza Glabra extract)
*Kamillublómarseyði (e. Chamomilla Recutitia Flower extract)
*Rósmarínlaufaseyði (e. Rosmary leaf extract)
- *Tígrisgrasaseyði (e. Centella Asiatica extract)
Hverjum hentar varan?
Hentar öllum húðtegundum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.