Vörulýsing
Húðrútína fyrir augnsvæðið með blöndu af REFRESHING EYE ESSENCE og MELTY RICH EYE CREAM. Tvenna sem dregur úr daufleika húðarinnar og sýnileika fínna lína og hrukka.
SENSAI MELTY RICH EYE CREAM
Perlukennt krem sem nuddað er á húðina og hitar upp svæðið í kringum augun. Kremið dregur úr þrota, dökkum baugum og hrukkum og endurheimtir sýnilegan þéttleika húðarinnar. Perlulitarefnin vekja augun og ljá þeim ferskan ljóma svo þau virðast stærri og opnari. Á morgnana laðar hlýtt og perlukennt kremið fram fallegt blik augnanna.
REFRESHING EYE ESSENCE
Á kvöldin bætist kælandi og silkimjúkt augngelið REFRESHING EYE ESSENCE við sem mótar augnsvæðið fallega. Silkimjúkt gel sem borið er á húðina með ryð- og nikkelfrírri andlitsrúllu sem rennt er mjúklega yfir augnsvæðið og ennið og hefur kælandi áhrif á húðina. Gelið inniheldur Total Eye Complex-blöndu sem endurglæðir húðina og gefur henni raka. Þegar fínar línur og hrukkur verða sýnilega sléttari birtir yfir augunum og þau fá að njóta sín.
Sjáðu fegurð augna þinna í nýju ljósi með TOTAL EYE TREATMENT