Ný sýnikennsla í boði SENSAI eftir Helgu Kristjáns.
Nú notar Helga, lúxusfarðann okkar CP Cream Foundation. Hann er þéttastur af kremförunum sem við erum með og er uppbyggjandi.
Helga byrjar á því að undirbúa húðina með Micro Mousse. Hvað er Micro Mousse? Loftkennd froða sem inniheldur örsmáar kolsýrðar loftbólur sem eru minni en húðholurnar. Þannig kemst silkið og þar með rakinn ofan í neðsta húðlag og veitir ótrúlegan raka sem endist og endist. Fínar línur verða minna sjáanlegri, húðin fíngerðari, þettari og full af raka. Notist kvöld og morgna undir krem. Í myndbandinu er Helga með sérstaka útgáfu af Micro Mousse. Þessi útgáfa sem unnin hefur verið í samstarfi við japanska skrautritunarlistakonu, Suitou Nakatsuka, fæst í takmarkaðan tíma.
Næst notar Helga Dual Essence dropana. Einstakir dropar sem innihalda silki og lífrænar olíur. Með því að hrista saman þessi tvennskonar efni, olíurnar og silkið, örvast jákvæð áhrif beggja á húðinni. Olíurnar mýkja húðina á meðan silkið baðar hana í rakagefandi efnum. Þéttir og nærir.
Farði: CP Cream Foundation
Flaggskips-farðinn okkar. Þéttur, næringarríkur og gullfallegur. Cellular Performance farðinn er uppbyggjandi fyrir húðina. Hann hylur og nærir húðina óviðjafnanlegum raka.
Augnskuggi: Augnskuggapalletta númer 01.
Fallegir jarðlitir sem auðvelt er að vinna með. Ljósasti liturinn er einnig grunnur undir augnskugga og gott að setja á allt augnlokið. Þessir nýju augnskuggar voru unnir með sömu tækni og silkipúðrið Total Finish frá SENSAI. Svo þeir halda burtu svita og olíu og haldast allan daginn. Auðvelt að vinna með þá.
Augnlínupenni: Liquid Eye Liner:
Fljótandi augnlínupenni, einstaklega þægilegur og einfaldur í notkun. Hægt að kaupa fyllingar.
Maskari: SENSAI 38 gráður Lash Volumiser.
Magnað umfang, svellandi svartur, klessist ekki. Þolir tár, svita og vatn upp að 38 gráðum en hreinsast auðveldlega af með heitu vatni.
Allar vörur SENSAI eru nikkelfríar.
Augnbrúnablýantur: EyeBrow Pencil
Þessi augnbrúnapenni er búin að vera lengi til hjá SENSAI. Auðvelt að móta og skerpa á augnbrúnunum. Áfyllanlegur. Góður bursti á einum endanum. Helga notar lit 01 Dark Brown. Hann er til í þremur litum.
Púður: Total Finish
Þetta er púðrið sem Helga Kristjáns kallar „Photoshop í dós“ [❤️] Það heitir Total Finish og er yndislega mjúkt og sest ekki í línur. Total Finish inniheldur silki svo það gefur þér raka. Má nota eitt og sér, eða yfir farða einnig tilvalið til að fríska upp á, á ferðinni. Það fæst í 8 litum, askja seld sér, henni fylgir svampur og fylling seld sér.
Sólarpúður: Bronzing Powder litur 02
Gullfallegt og glæsilegt sólarpúður sem auðvelt er að nota til að skyggja eða yfir allt andlitið. Það fylgir góður bursti með í öskjunni.
Kinnalitur: Blooming Blush
Kinnalitirnir frá SENSAI fást í fimm litum, Helga notar lit 05. Kinnaliturinn kemur í fallegri öskju og henni fylgir bursti.
Varalitablýantur: Lip Pencil
Mjúkur og endingagóður varalitablýantur, litur Classy Rose 05. Blýantinum fylgir yddari og varalitabursti á öðrum endanum.
Varalitur: The Lipstick
Lúxusvaraliturinn frá SENSAI er uppbyggjandi og nærandi. Hann sest ekki í varalínur og helst vel á. Inniheldur gull og silki. Helga notar lit 13 í myndbandinu en hennar uppáhalds er no 14.
Gloss: TOTAL LIP GLOSS.
Öflug rakagjöf fyrir varirnar. Veitir fallegan glans og næringu um leið og það gefur vörunum heillandi perlugljáa. Hægt að nota eitt og sér eða yfir varalit. Inniheldur næringarefnin sem er að finna í Total Lip Treatment.
Augnháraserum: GrandeLASH
NÝTT á Íslandi, Grande Lash augnháraserum. Mest selda augnháraserumið í Sephora. Hefur unnið til fjölda verðlauna. Undraverður árangur. Lengir og þykkir augnhárin.
Hinn einliti heimur shodo – listarinnar
Við kynnum alveg einstaka samvinnu SENSAI og japönsku skrautritunar-listakonunnar Suitou Nakatsuka en þar er um að ræða sérstakt framlag SENSAI til að votta japanskri list og menningu þá virðingu sem hún verðskuldar. Það hvernig hún beitir penslinum í listsköpun sinni og endursegir um leið hina hárnákvæmu japönsku listsköpun, svo sem skírleika, tómarúm eða tilfinningaþrungin svæði, er einstakt. Fislétt og breytileg blekský tákna hið síbreytilega og tilfinningaþrungna landslag og þannig er einnig hægt að laða fram persónulega þróun í útliti hverrar konu og um leið meðfædda fegurð hennar. Sumar af allra vinsælustu vörum SENSAI hafa nú verið endurgerðar í samræmi við einfaldleika þessarar ævagömlu japönsku listsköpunar.
Shodo er álitið eitt af virðulegustu formum listar í japanskri menningu en þessi listræna skrift á rætur að rekja til Kínverja sem hófu að þróa hana á tímum Edo era (sögulegt tímabil á 17. öld). Með því að blanda saman kveðskap, bókmenntum og málaralist verður shodo eitt æðsta form listar; samstillt og heimspekilegt ferli sem birtist með pensilstrokum sem ekki einungis ýta undir hugarflugið heldur líka tilfinningarnar. Þessi tegund listar býr samtímis yfir reglubundnum endurtekningum, tilfinningum, fagurfræði og dulúð. Fjölbreytni er mikilvægur þáttur í shodo þar sem talið er víst að hún endurspegli sérstæða eiginleika listamannsins.
Til heiðurs konum og einstaklingsbundinni fegurð þeirra kynnir SENSAI nú Micro Mousse og 3 nýja varalitir sem unnin hefur verið í samstarfi við japanska skrautritunarlistakonu, Suitou Nakatsuka, sem er þekkt er fyrir fjölbreyttan, nýtískulegan og hugmyndaríkan stíl sinn.
„ Í gegnum listsköpun mína með penslinum langaði mig að ýta undir hæfni hverrar konu til að þróa óskir sínar og eigin færni til að aðlagast hvaða aðstæðum sem er, rétt eins og hún ætlaði sér að mála landlagsmynd á leið sinni í gegnum lífið.“ – Suitou Nakatsuka –
Suitou Nakatsuka – Japanskur skrautritari
Suitou Nakatsuka hóf að fást viðskrautritun þegar hún var aðeins fjögurra ára gömul og hefur haldið því áfram allar götur síðan. Hún útskrifaðist seinna úr háskóla með aðalgrein í kínverskum bókmenntum. Áhrifamestu verk hennar má nú sjá unnin á washi-pappír, gler, filmu og fleira, bæði í Japan og víðar. Árið 2016 var henni boðið að sýna verk sín í Société Nationale des Beaux-Arts þar sem hún hlaut bæði gullverðlaun (Médaille d´or) og sérstök dómaraverðlaun (Prix du Jury Invité). Verk hennar hafa einnig verið sýnd víða í Evrópu.
Förðun: Helga Kristjáns
Texti: Rannveig Sigfúsdóttir