Vörulýsing
Velvet Nourishing Cream with Saffron flowers sameinar ánægju og skilvirkni til að endurheimta þægindi og fegurð.
Húðumhirða án málamiðlana sem býr yfir 3 aðgerðum fyrir sýnilega fallegri húð:
1. KRAFTURINN TIL AÐ GERA HÚÐINA STERKARI Þessi húðvara vinnur sérstaklega á náttúrulegri hringrás húðarinnar dag og nótt og veitir því tvöfalda virkni. Á daginn verndar bókhveitifræ hina varnarlausu húð en lípíð hennar oxast auðveldlega. Á kvöldin gerir shea-smjör við húðina og styrkir hana eftir skemmdir af völdum útivistar. Vernd á daginn og viðgerð á nóttunni gerir það að verkum að húðin er ónæmari.
2. ÁNÆGJA AF SAMSTUNDIS OG LANGVARANDI SEFUN HÚÐARINNAR Saffran-blóm búa yfir kraftmiklum sefandi eiginleikum sem endurheimtir þægindi þurrar húðar. Yfirbragð húðarinnar er endurlífgað. Flauelsmjúk áferð umlykur húðina og veitir henni samstundis huggun.
3. KRAFTUR ANDLITSKREMS SEM ÁKAFT NÆRIR OG FYLLIR HÚÐINA OG ENDURHEIMTIR JAFNVÆGI LÍPÍÐA Þrenna af olíum sem ríkar eru af ómega 6, 7 og 9 (baðmullarfræsolía, makademíuolía, sólblómaolía) styrkir verndandi hýdrólípíðfilmu húðarinnar til að endurheimta mýkt og þægindi húðarinnar. Japönsk læknalilja virkjar náttúrulegt næringarkerfi húðarinnar til að bæta upp skort á lípíðum og bætir skipulag lípíða. Húðin endurheimtir jafnvægi lípíða sem er sambærilegt eðlilegri húð.
BÆTIR UPP FYRIR RAKASKORT Blanda af rakagefandi virkum efnum rakafylla húðina samstundis. Padína-þari hjálpar húðinni að viðhalda raka og japönsk læknalilja hjálpar húðinni að viðhalda varanlegum raka. Einstök flauelskennd áferðin, bæði ríkuleg og fínleg, býr yfir gljálausri áferð sem auðveldar ásetningu förðunarvara samstundis eftir notkun. Ilmur af náttúrulegum uppruna með keim af hunangi og appelsínublómum veitir samstundis vellíðunartilfinningu.
Ávinningur innihaldsefna
Bókhveitifræ: verndar lípíð gegn oxun.
Shea-smjör: nærir og gerir við.
Saffran-blóm: sefar.
Þrenna af olíum ríkar af ómega 6, 7 og 9 (baðmullarfræsolía, makademíuolía og sólblómaolía): styrkir samstundis verndandi hýdrólípíðlag húðarinnar með því að bæta upp fyrir skort á húðfitu á líffræðilegan hátt.
Japönsk lækningalilja: bætir upp fyrir skort á lípíðum og heldur varanlega raka í húðinni.
Padína-þari: endurnýjar rakaforða húðarinnar. Blanda af virkum rakagefandi innihaldsefnum (plöntusykur, plöntuglýserín og B5-vítamín): bætir samstundis upp rakaskort.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu á andlit og háls, kvölds og morgna.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.