Lífshraði hvers og eins, hversdagsleg streita, of mikil útsetning fyrir sólinni… Þessir hegðunarþættir hafa bein áhrif á augnsvæðið, viðkvæmasta hluta andlitsins.
Sisley veitir sannarlega heildarlausn með því að vinna gegn sýnilegum einkennum sem tengjast 3 tegundum öldrunar: erfðafræðilegri og umhverfistengdri öldrun en einnig lífsstílstengdri förðun.
GEGN ÖLDRUNARMERKJUM OG HEFUR STINNANDI VIRKNI Persnesk kasía og linderakjarni, í bland við get- og sojapróteinblöndu, vinna að því að endurvekja útlínur augnsvæðisins og draga úr hrukkum og fínum línum svo það verður ferskara og unglegra ásýndar. Þessi formúla er auðguð með sojapeptíðum og þéttir efri augnlok svo augun virðist endurskilgreind og opnari. Lóðréttu línurnar fyrir ofan varirnar, svæði sem er sérstaklega undir áhrifum hegðunarþátta (reykingum, sól o.s.frv.) verða sýnilega sléttari.
VINNUR GEGN ÞROTA OG BAUGUM Blanda sérvalinna virkra plöntuefna, þar á meðal atlassedrus og gerjuð granatepli, hjálpa til við að lýsa bláan og brúnan lit bauganna: augun verða sjáanlega bjartari. Að lokum vinnur ástaraldin við að draga úr þrota. Samstundis árangur (raki, afslappaðri augu og bjartara augnsvæði) og langtíma árangur (hrukkur verða sjáanlega sléttari, húðin er stinnari, dökkir baugar og þroti minnkar og augun virka opnari).
Þolprófað undir eftirliti augn- og húðlækna. Formúlan er samsett án ilmkjarnaolía. Hentar viðkvæmum augum og augnlinsunotendum.
Sisleÿa Essential Skin Care Lotion er verulega frábrugðin klassískum tónunarmeðferðum. Hún fullkomnar farðahreinsun, en þetta er fyrsta skrefið í húðrútínu gegn ótímabærum öldrunarmerkjum.
Formúlan inniheldur virk innihaldsefni (læknastokkrós, padína-þari, plöntuskvalín og gingko biloba) sem að veita húðinni raka og næringu og gera hana móttækilegri fyrir húðvörum sem á eftir fylgja. Að auki inniheldur formúlan þekkt efni gegn öldrunarmerkjum úr Sisleÿa-línunni (silkivíðir, blöðruber, padína-þara, gingko biloba) til að framkalla ljómandi og unglega húð. Þetta er aðaluppspretta nauðsynlegra innihaldsefna í daglegri húðrútínu. Húðin verður samstundis fyllri, ljómameiri og betur í stakk búin til að njóta góðs af húðvörum sem á eftir fylgja.
Eftir 4 vikur minnkar ásýnd öldrunarmerkja og húðin virðist sýnilega yngri. Stíflar ekki svitaholur.
Sisleÿa L’Intégral Anti-Âge vinnur gegn sýnilegum einkennum sem tengjast þremur gerðum öldrunar til að veita sannarlega fullkomna lausn gegn ótímabærum öldrunarmerkjum.
Formúlan inniheldur örvandi og virk efni („phytostimuline“, kramería og maríustakkur) ásamt endurnýjandi og endurmótandi virkum efnum (úrsólsýra, vítmín, steinefni, snefilefni, amínósýrur, sojapeptíð, silkivíðir).
Að auki inniheldur formúlan linderakjarna fyrir frumutakt*, persneska kasíu fyrir frumuorku* og ger- og sojapróteinblöndu fyrir langlífi frumunnar.*
Niðurstöðurnar eru stórkostlegar til að bæta ásýnd hrukkna, stinnleika, ljóma, þéttleika og raka til að varðveita fegurð húðarinnar.
*Innihaldsefni prófuð á rannsóknarstofu.




Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.