Vörulýsing
Eye Contour Mask er augnmaski sem virkar samstundis til að draga úr þrota undir augum. Þessi maski er sérstaklega hannaður fyrir viðkvæma húð augnsvæðisins. Með einstakri blöndu af virkum plöntuefnum (ginkgo biloba, arnika, hestakastanía, garðalind), vítamínum (B5- og E-vítamín) ásamt ólígó-frumefnum (malakít og klórella) þá virkar augnmaskinn á innan við 10 mínútum svo augnsvæðið verður rakameira og þreytuminna. Fínar línur í kringum augun sléttast sýnilega, dregið er úr þrota og baugum og náttúrulegar varnir augnsvæðisins styrkjast.
Eftir notkun þá skilur maskinn eftir ómerkjanlega filmu sem heldur áfram að virka eftir notkun. Prófað af húð- og augnlæknum með tilliti til þols.
Ávinningur innihaldsefna
Garðalind: mýkir, sefar og verndar.
Arnika: tónar og sefar.
Rós: frískar og mýkir.
Ginkgo biloba: tónar og verndar.
Glýserín af plöntuuppruna: veitir raka.
E-vítamín: vinnur gegn sindurefnum.
Klórella: endurlífgar.
Malakít: styrkir varnir húðarinnar gegn sindurefnum.
B5-vítamín: mýkir og viðheldur raka húðarinnar.
Notkunarleiðbeiningar
Berðu þykkt lag á hreina og þurra húð augnsvæðisins og augnlok, 2 til 3 sinnum í viku að kvöldi og morgni til. Leyfðu augnmaskanum að vera á í 10 mínútur og strjúktu svo af það sem umfram er án þess að skola.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.