Vörulýsing
Ginza Datura er nýr ilmur frá Shiseido fyrir hina dularfullu og mögnuðu Shseido konu. Töfrar næturinnar svífa yfir Tokyo og neonljós lýsa upp borgina.
INNBLÁSTUR: Þegar sólin sest og tunglið hefur leik þá vaknar Tókýó til lífsins. Þröngar göturnar eru umvafðar forvitnilegu myrkri, þar sem ljós dreifa grípandi orku. Dulúð ríkir í þessari borg sem aldrei sefur.
ILMURINN: GINZA DATURA er seiðandi ilmur þar sem topp nótan er ylang ylang, hjartað í ilminum er Datura blómið og grunnurinn er seiðandi sandalviður. Þessi ilmur er vottaður vegan og inniheldur 88% hráefni af náttúrulegum uppruna. Alkóhólið notað í ilminum er unnið úr rauðrófum sem ræktaðar eru í Frakklandi.
FLASKAN: Flaskan er vandlega unnin af hönnuðinum Constance Guisset en hún endurspeglar kjarna ilmsins sem hún geymir. Flaskan er mótuð úr gegnsærri glerblokk og býður upp á grípandi og dularfulla sýn á ilminn sem hún heldur. Þessi heillandi hlutur með ávalar línur sýnir þróunina frá miðnæturbláu yfir í geislandi fjólublátt. Svartur rýtingur stingur í gegnum hjarta ilmsins til að dreifa dulúð hans.
Allar flöskur okkar eru gerðar úr 15% PCR-gleri (Post Consumer Recycled). Umbúðirnar eru gerðar úr FSC™-pappa sem samsettur er úr FSC™-vottuðu skóglendi og öðrum stýrðum uppsprettum.
HVERNIG Á AÐ NOTA ILMINN? Spreyjaðu Ginza Datura á púlspunka þína: við hnakka og framan á háls, á bak við eyru og á úlnliði.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.